Viðar - 01.01.1938, Page 84
[Viðar
Þrír stílar:
Hamra skal járn meðan heitt er.
Eftir Ólínu Jónsdóttur.
Vorpróf við Eiðaskóla 1936.
Járnið er, eins og allir vita, harður málmur, sem er not-
aður í marga þá hluti, sem mönnunum eru ómissandi.
Eigi að vinna járnið eins og það kemur fyrir úr jörðinni,
tekst það ekki. Það hrekkur þá í sundur undan höggun-
um, og fer ekki að neinu leyti eftir því, sem smiðurinn
vill. Það er fyrst þegar það hefir verið í eldinum og hitn-
að, að það fer að linast. Það verður þá eins og vax í
höndum smiðsins. Hann getur slegið það til og mótað eftir
vild og það tekur þá auðveldlega á sig það lag, sem það
á að gera. En bíði smiðurinn eftir því, að járnið kólni,
harðnar það aftur, og verður jafn óþjált og það var áður
en það fór í eldinn. Hann varar sig á þessu, og gætir þess
að laga það til á meðan það er heitt og mjúkt.
Þessi málsháttur á að mörgu leyti vel við mennina.
Þeir eru oft nokkuð harðir og óþjálir. Þeir vilja ganga
sínar götur, án þess að hirða um vilja annarra. Því er
þannig varið í heiminum, að það getur ekki hver farið
sína leið, án þess að hirða neitt um aðra. Mennirnir eru
háðir hver öðrum að meira eða minna leyti. Þeir verða
að bindast samtökum um ýms verk og málefni. Það geng-
ur stundum erfiðlega að koma slíku í framkvæmd. Bezta
vopnið í þeirri baráttu er tungan. Hún hefir með orðum
sínum komið ótrúlegustu hlutum til leiðar. Það er oft sagt
um mikla mælskumenn, að þeir spúi eldi yfir áheyrendur
sína. Menn hafa fundið skyldleikann með kröftugum orð-
um og eldinum. Orðin geta haft svipuð áhrif á menn og
eldurinn á járnið. Allir kannast við þau miklu áhrif, sem
eldheitur ræðumaður hefir. Hann fær áheyrendur sína til