Viðar - 01.01.1938, Síða 86
84
ÞRÍR STÍLAR
[Viðar
Snjórinn í dag.
Eftir Margrétu Sigurðardóttur
frá Suður-Bár, Snæf.
Ég kom út úr dyrunum og sá — snjó. Hann lá á hlað-
inu þungur eins og örlögin, hann slútti fram af húsþök-
unum glæfralegur, eins og hæpnar fyrirætlanir, hann
sáldraðist niður úr loftinu og minnti á vinnuvana hönd,
sem stráir méli yfir vatn. Marrið í snjónum við fótatök
mannanna minnti á afturgöngu í þjóðsögum.
Ég starði á þessa þykku breiðu, sem hafði lagzt svo
mjúklega yfir umhverfið og allt, hvað augað eygði. Þetta
var aðeins eitt einkenni vetrarins. Að vissu leyti var það
mjúkt og aðlaðandi, að vissu leyti draugalegt og ógnandi.
Ég gekk fyrir húshornið. Hópur af ungu og kátu fólki
stóð í snjónum, veltist og lá í snjónum og lék sér með
íljúgandi snjóbolta. Það henti hvert í annað, hitti sjaldn-
ast og hló að skothæfni sinni. Já, það hló, því að hvað er
skemmtun án hláturs? Hláturinn seitlaði milli tannanna
eins og lítill lækur í vorleysingum og sindraði í aúgunum
eins og sólskin í lygnum öldum. Ég sá ekkert, nema bros-
andi og hlæjandi andlit — og svo þenna endalausa snjó.
Snjór og hlátur, hlátur og snjór. Átti það vel saman? Ég'
veit ekki. Tæpast. Og þó.-------
Unga fólkið lék sér í snjónum. Það sá í honum
skemmtilega tilbreytni. Það notaði hann til að lyfta af sér
drunganum og deyfðinni, sem þessi slétti vegur og til-
breytingarlausa útsýni skapar. Það sá í honum örðugleika,
sem gaman væri að sigrast á, það fann hressandi kuldann
og hitandi ákafann fara um sig, og það kunni hvoru-
tveggja vel- Ég sá, að þetta fólk var æska, og fann, að
það er gaman að vera ungur. Gaman að lifa og leika sér
og hlæja. Leika sér og hlæja af ekki neinu verulegu, held-
ur aðeins vegna þess, að vorið býr í eðli manns og gleðin
ríkir í huganum. Ekkert er yndislegra en æskan, af því
að hún er sjálfri sér nóg. Hún ræður yfir ótæmandi þrótti