Viðar - 01.01.1938, Side 87
Viðar]
ÞRÍR STÍLAR
85
og skapandi gleði. Ef gleðin er ekki í lífi mannsins, þá er
dauðinn í dyrunum. Mennirnir sækjast aðeins eftir gleð-
inni, og finni þeir ekki hina raunverulegu gleði, verða
þeir að skapa sér hana. Það skiptir ef til vill engu máli,
þó að hún sé ekki sönn, aðeins ef sá, sem nýtur hennar,
finnur ekki, að hún er lygi. Þessvegna er sá, sem minnst
veit og lítilmótlegastur er, oft sælastur. Hann skynjar
ekki meira, þráir ekki fleira og gleðst ekki af öðru en því,
sem hann hefir. Hann er kominn í fordyri musteris gleð-
innar — og gleðin er sælan. Spekingurinn getur ekki not-
ið gleðinnar til fulls, af því að hann er of vitur. Hann
verður að láta sér nægja að finna gleðina í sorginni.
Ég öfundaði þetta unga fólk, sem varpaði sér í nýfallna
mjöllina og hló með snjóboltana í höndunum. Hló gleðina
inn í hjarta sitt, því að það held ég áreiðanlega, að það
hafi gert. Ég held, að það sé oft svo, að hláturinn skapi
gleðina en ekki gleðin hláturinn.
Og snjórinn sáldraðist niður og vakti gleði í brjósti
sumra en ekki allra. Einhverstaðar voru menn, sem litu
a þenna snjó kvíðafullum augum. Litu á hann sem óvin
sinn og skepnanna sinna. Einhverstaðar barðist ef til vill
maður, eða menn, við þenna snjó um líf sitt. Hér vakti
hann gleði og hlátur, annarstaðar þögn og kvíða.
Og snjórinn féll þungt og hægt eins og óumflýjanleg
0rlög. Hann vissi, að þau tár, sem hann ef til vill ylli,-
rettlætti hlátur annara. Hann vissi, að þó að hann þrengdi
Tijög að kjörum sumra, yki hann gleði annara. Hann vissi
það, snjórinn, sem hefir lagzt yfir jörðina í þúsundir ára,
að sér væri óhætt, enginn máttur gæti heft framgang
smn, fyrr en hann næði takmarkinu. Og hann vissi það