Viðar - 01.01.1938, Síða 88
86
ÞRÍR STÍLAR
[Viðar
líka, snjórinn, að öll þau hundruð ára, sem hann hafði
þekkt mennina, hefðu þeir ekkert breytzt. Þeir hugsuðu
fyrst og fremst um sjálfa sig, jafnt nú og þegar hann fyrst
vafði sínum hvítu örmum um þá.
Ætli snjórinn yrði ekki undrandi, ef einhverntíma
kæmi sá dagur, að enginn hræddist hann, allir tækju hon-
um með gleði og hlátri, allir tækju honum sem leik, sem
sjálfsagt væri að nota til að stytta sér stundirnar?
En snjórinn sér víst aldrei þann dag. — Hann lifði ekki
þá byltingu af.
(Tímastíll í ReykhoItsskcMa, skrifaður seinni hluta vetrar 1937).
íslenzki veturinn.
Eftir Laujeyju GuðjónscLóttur.
(Prófstíll í Núpsskóla 1938).
Þegar sumarið kveður og dagarnir styttast, tekur haust-
ið og veturinn við. Grasið fölnar og missir líf og lit. Fugl-
arnir hópa sig saman og fljúgu burtu til heitari landa, þar
sem veðráttan er hagstæðari og kuldinn ekki eins misk-
unnarlaus. Fyrstu snjókornin falla, fyrst hægt og mein-
leysislega, síðan stærri og fleiri og að lokum hefir hvít
snjóbreiðan þakið landið okkar og hjúpað það í köldum
'örmum sínum. Hrollkaldur vetrarsvalinn smýgur inn í
hvern krók og hverja smugu og grípur með sér snjókorn-
in, þeytir þeim í allar áttir og hleður úr þeim skafla. Þeir
fuglar, sem hafa, þrátt fyrir kuldann, verið of tryggir til
að yfirgefa landið, flytja sig heim undir bæina í því
trausti á mennina, að af borðum þeirra kunni máske að