Viðar - 01.01.1938, Page 91
Viðar]
Grasafræðigarður.
Eftir Guðm. Ólafsson.
Það, sem vakti mig til að skrifa ritgerð þessa, er sem nú
skal greina.
Uppi undir Vaðlaheiði, að vestan, er smájörð, sem Fífil-
gerði heitir.
Þar býr Jón Rögnvaldsson, sá er samið hefir bókina
Skrúðgarðar.
Hann hefir verið 5 ár í Ameríku og vann þar um skeið
í gróðrarstöð í Canada.
Fífilgerðisbærinn stendur á hól.
Og sunnan í hólnum, rétt við bæjarvegginn, hafa þau
Jón og systkini hans búið til garð, 1000—1500 fermetra.
Það er trjá- og blómagarður, en kartöflur eru ræktaðar
í nokkru af honum.
Dálítil á, sem fellur allbratt ofan Vaðlaheiðina, lýsir
upp bæinn og leggur hita í dálítinn gróðrarskála, sem er
framan í bæjarhólnum.
Trén eru mest uppi við bæinn og veita skjól fyrir norð-
anátt, það gjörir skálinn og bæjarhúsin líka.
Smálæk er veitt gegnum garðinn og þar er svolítill
tjarnarpollur með störum í.
Blárra himna björtu völd
blessi þig um aldir nýjar!
öll þín glæstu gróðurtjöld,
gljáar lindir, stjörnukvöld,
brunasanda, breðafjöld,
bjargatinda, sveitir hlýjar!
Blárra hirnna björtu völd
blessi þig um aldir nýjar!