Viðar - 01.01.1938, Síða 94
92
GRASAFRÆÐIGARÐUR
[Viðar
ferðir með kennurum sínum á vorin til að læra landa-
fræðina, þekkja landið sitt.
En á slíkum ferðum er hvergi hægt að finna sýnishorn
af öllum æðri gróðri landsins á litlu svæði, en svo þarf að
vera.
Og hvergi er svo um búið, þó að gróður sé fjölbreyttur
víða, að nöfn jurtanna staiidi hjá þeim, eða hægt sé að
bera náskyldar tegundir saman jafnfyrirhafnarlítið og i
grasafræðigarði.
í garðinum í Fífilgerði stóðu t. d. öll íslenzku brönu-
grösin hlið við hlið í sama beðinu, svo og steinbrjótarnir.
Við íslendingar kennum í flestum skólum grasafræðina
að vetrarlagi, þegar flestar jurtir eru í dái.
Veit ég af eigin reynslu, að erfitt er að vekja áhuga
meginþorra nemanda til athugunar á jurtaríkinu, sem er
dásamlegt jafnvel hér norður við kuldabelti.
Ein orsök til þessa mun vera sú, að grasafræði er kennd
á vetrum. Þurrkuð grös og litmyndir komast alls ekki í
jöfnuð við lifandi gróðurinn.
Auk þess er fyrirlitningin á „grasinu“, sem í dag ‘stend-
ur, en verður á morgun í ofn kastað, inngróin íslending-
um.
Sveitamenn, sem eiga þó mikið af velferð sinni undir
jurtagróðri, eru þar ekkert betri en þorpsbúar og má það
kyndugt kallast. En í þorpum hafa pottaplönturnar líka
heiðurssess.
En hvar á slíkur grasafræðigarður að vera?
Margt mælir með því, að hann ætti að vera í Reykjavík
eða nágrenni hennar.
Þar á mikill hluti þjóðarinnar heima, og leiðir margra
íslendinga liggja þangað. En í Reykjavík er loftslag
óhentugt fyrir trjágróður. Á Þingvöllum eða í nánd við
þá hygg ég mikið heppilegra, að hann Sé. Þangað koma
líka margir, þar gætu stórir nemandahópar dvalið fremur
en víða annarsstaðar.
Skammt frá Þingvöllum er jörðin Skógarkot, sem ný-