Viðar - 01.01.1938, Síða 95
Viðarj GRASAFRÆÐIÚARÐUR kJ
lega var lögð í eyði. Væri túninu þar vel varið til grasa-
fræðigarðs, það liggur í skjóli fyrir norðanátt. Þingvalla-
tún liggur vel, en hægara mun þar að ná í vatn til vökv-
unar.
Ég veit, að þessi tillaga mun koma í bága við þjóð-
garðshugmynd sumra, er vilja færa hið friðlýsta land
hjá Þingvöllum sem næst því, sem það var á landnáms-
tíð.
En því voru þá fururnar plantaðar, sem þrífast undra-
vel á eystri barmi Almannagjár? Ekki hefir furuskógur
verið þar í fornöld okkar.
Nú er komin sú fregn, að Haukadalslandi verði breytt í
þjóðgarð. Þar væri grasafræðigarður ekki illa settur;
hygg ég þar sé skjólbetra en í Reykjavík. Margir koma til
Geysis og mælir það með, að grasafræðigarður sé í Hauka-
dal.
Þá væri hann ekki illa settur á Laugarvatni, sá staður
hefir margt til síns ágætis, þó koma næturfrost fyrr þar
en sumstaðar annars staðar á Suðurlandi.
Ymislegt mælir með því, að grasafræðigarður væn
gjörður við annanhvorn héraðsskólanna, sem næstir eru
Reykjavík, Reykholt eða Laugarvatn.
Það er stóratriði þegar staðurinn er valinn, að trjágróð-
ur þrífist þar vel. Trén veita skjól og prýði.
Reynsla virðist fengin fyrir því, að trjágróður þrífist
betur í veðursælli sveitum á Norður- og Austurlandi en
hér sunnanlands.
Þar er að öllum jafnaði meira sólskin á sumrum og oft
verður hiti þar meiri.
„Eitt pund af reynslu er betra en tvö af bókviti“ er
spakmæli.
Reynslan hefir sýnt, að blóm og tré þrífast vel við
Eyjafjörð og reynslan hefir sýnt, að Jón Rögnvaldsson
kann vel um slíkt að hirða.
Ætti þá ekki fyrsti grasafræðigarðurinn að vera í Eyja-
Úrði og Jón umsjónarmaðurinn?