Viðar - 01.01.1938, Page 96
[Viðai'
Minni Fnjóskadals.
Eftir Ólaf Pálsson, Sörlastöðum.
Eg augum renni yfir þig, min sveit,
í yndislegum sumarskrúða þínum,
og livert sem lít, eg enga aðra veit,
er eins vel geðjast tilfinningum mínum.
Hvar skyldi völ á unaðslegri óm?
Hvar ætli að heyrist fegri vatnaniður?
Hvar anga meir og brosa fögtir blóm?
Hvar berst að eyrum hærri fuglakliður?
Og hér má skoða blómgan birkilund;
um brekkur grænar streyma lækir tærir;
er sól að morgni gengur yfir grund
á grösum blika dropar silfurskærir.
Þegar héraðsskólarnir voru stofnaðir, var það talið eitt
markmið þeirra að halda unga fólkinu í sveitunryn.
Mundi það ekki styðja að slíku, ef á skólasetrunum
væri garðar, sem sýndu, hvaða fegurð íslenzk blóm- og
trjáskrúð geta veitt?
Ég get ekki ímyndað mér annað.
Mótbárur þær, að opinberir skrúðgarðar yrði mikið
ver hirtir og ver leiknir af gestum en einstakra manna
eign, hef ég að engu, þó að færa megi sitthvað af reynslu
því til stuðnings.
Akureyrargarðurinn og útlit hans styður trú mína á
hið gagnstæða.
Ef reynslan sýndi, að opinberir skemmtigarðar hér á
landi væri til vansæmdar, vegna skemmdarfýsnar og
hugsunarleysis gesta og hirðuleysis umsjónarmanna, væri
það rothögg á trú mína á möguleika sameignar og jafnvel
samvinnu.