Viðar - 01.01.1938, Page 97
Viðar]
Rödd úr djúpinu.
Eftir Tovio Pekkanen.
Tovio Pekkanen er einn af snjöllustu ruilifandi skáldsagnahöfund-
um Finnlands, þeirra er finska tungu rita.
Hann fæddist 1902 í verksmiðjubænum Kotka; verkamannssonur.
Tovio Pekkanen missti föður sinn, þegar hann var 14 ára og var
upp frá því fyrirvinna heimilisins. Hann hefir ekki notið annarar
skólamenntunar en hinnar almennu barnafræðslu, en hefir afiað sér
víðtækrar þekkingar á eigin spýtur. — Lengi stundaði hann algenga
verkamannavinnu, en síðar málmsmíði. Var hann orðinn þekktur rit-
höfundur áður en hann lagði niður erfiðisvinnuna, sem hann varð þó
að gera fyrir fáum árum vegna heilsubrests. — Rúmlega tvítugur
að aldri gaf hann út fyrstu bók sína, smásögusafnið »Rantaiset
kádet« (Járnhendur). Síðan komu tvö önnur smásögusöfn, en með
fjórðu bók sinni, skáldsögunni »Tehtaan varjossa« (í skugga verk-
smiðjunnar), vann hann sinn fyrsta meiri háttar bókmenntasigur
(»sló í gegn«). —1 Síðan þessi bók kom út (1932) hafa a. m. k. tvær
Eg óska þess, hér upp sú renni tíð,
að óðum fjölgi grænum ræktarblettum,
og skógur klæði háa fjallahlíð,
en holt og móar verði að fögrum sléttirm,
að þorni og ræktist mögur mýrasund,
en mosinn hverfi, sem er grár af elli,
og rennislétt að gjörð þar verði grund
að grösugum og frjóum töðuvelli,
að aukist félags'andi í hverjum bæ,
svo eining hér og friður jafnan riki,
að orð og gjörðir beri fagran blæ,
en burtu allur kali og sundrung víki.
Hér aukist stöðugt ýmsra gæða val,
en eyðist margt, sem högum vorurn þrengir,
svo framvegis í Fnjóska- öldnum -dal,
að frjálsir, glaðir megi búa drengir.