Viðar - 01.01.1938, Page 98
96 RÖDD ÚR DJÚPINU [Viðar
skáldsögur komið frá liendi hans og leikrit, sem sýnt hefir verið í
Þjóðleikhúsinu í Helsingfors.
Pekkanen er mikill mannþekkjari og sálarlífslýsingar. hans hárfín-
ar. Viðfangsefni hans eru jafnaðarlega úr því umhverfi, sem hann
lengst af hefir lifað og starfað í; af hafnarbakka og úr verksmiðju
— vettvangi hins vinnandi fólks. Þýð.
í hvert sinn, er ég mæti Hákan Puro, hugsa ég með
sjálfum mér: „Dorian Gray!“ Því að Hákan Puro eldist
ekki. Árin líða fram hjá honum, án þess að á honum sjái.
Andlitsfall hans er jafnslétt og hressilegt, göngulagið
jafnléttilegt og fyrir fimmtán árum, þegar ég sá hann i
fyrsta sinn.
Ég er ekki kunnugur honum. Ég veit lítið meira um
hann en það, sem ytra útlit hans hefir sagt mér um hann.
Klæðaburður hans er ríkmannlegri en nokkurs annars
manns, sem ég hefi séð. Hann er ef til vill ríkur, en hann
en líka smekkvís, því að smekkvísin ein • getur gert fólk
ríkmannlegt! Ég held, að hann sé munaðarseggur! Ég
veit ekki, hvort hann er það, en ég held það. Andlit hans
ber það ekki með sér.
Hann er þó ákaflega einmana. Aldrei hefi ég' séð hann
heilsa neinum. Aldrei hefi ég séð neinn bæjarbúa í fylgd
með honum. En stundum kemur ókunnug kona til bæjar-
ins, forkunnarfögur kona. Hún gengur um göturnar í
nokkra daga með Hákan Puro og hverfur síðan. Þau virð-
ast ekki vera glöð og ekki heldur sorgbitin. Þau eru bara
svo dæmalaust hæglát og alvörugefin.
Ég hefi gaman af að fylgjast með Hákan Puro. Yfir lífi
hans býr einhver leyndardómur, að ég held. Ég veit ekki,
og það veit enginn, hvort hann gegnir nokkru starfi.
Hann á heima í litlu húsi við fáfarna götu. Eg gæti ef til
vill fengið einhverjar upplýsingar um hann hjá gömlu
konunni, sem ég veit, að ræstir herbergið hans. En það er
óviðkunnanlegt að fara og spyrja um slíkt.
Hann virðist vera tuttugu og tveggja, — þriggja, fjög-
urra eða fimm ára. Hann hefir virzt vera það í þessi