Viðar - 01.01.1938, Síða 100
Ó8
RÖDD ÚR DJÚPINU
[Viðar
á fyrirlestur um hina fornu Aþenu, Periklesar-tímabilið.
Ég hefi einhverntíma heyrt því haldið fram, að þetta væri
eitt hið hamingjusamlegasta tímabil mannkynssögunnar.
Það er sagt, að þar hafi verið lýðstjórn. Fyrirlesarinn
sagði frá því, meðal annars, að það hefði þurft tvö hundr-
uð þúsund þræla til þess, að níutíu þúsundir frjálsra borg-
ara gætu búið við lýðfrjálsa sjálfstjórn. Hvílík viður-
styggð! Fyrirlesarinn virtist ekki heldur telja skipulagið
til fyrirmyndar. En hann virtist alltof gagntekinn af and-
legum og líkamlegum yfirburðum þessara níutíu þúsunda
til þess að taka meira tillit til hinna tvö hundruð þúsund
þræla en góðu hófi gegndi. Hann lét sér nægja að geta
þeirra stuttlega.
En ég, vesæll maður, með titrandi vöðva og ringlaður í
höfðinu, ég tók ekkert eftir öðru af fyrirlestri hans. Mér
fannst ég geta grátið af reiði yfir örlögum þessara þræla.
Fyrirlesarinn reyndi að hugga mig með því, að það hefði
ekki verið farið illa með þrælana, og að þeir hefðu stund-
um, eftir dygga þjónustu, verið leystir úr ánauð, án þess
þó að njóta til fulls jafnréttis við hina frjálsu -borgara.
Hversvegna ekki? hvíslaði rödd í brjósti mínu. Hvers-
vegna voru þeir alltaf bundnir við vinnuna eina; hvers-
vegna máttu þeir ekki sækja þjóðfundina og ræða þjóð-
málin; vinnustofur listamannanna, til þess að dást að feg-
urðinni í verkum meistaranna; kennslusalina, til þess að
hlýða á vizku heimspekinganna; íþróttahallirnar, til þess
að auka hreysti sína, gera líkama sinn sterkan og fagran?
Hversvegna fengu þeir ekki að koma þangað? Voru þeir-
ekki menn? Vegna þess — sagði fólkið — að þeir voru
þrælar.
En hversvegna fóru þeir ekki þangað? datt mér í hug,
þeir voru þó tvö hundruð þúsund á móti níutíu þúsund-
um. Þorðu þeir það ekki, eða skorti þá vitsmuni til þess
að gera það? Og allt í einu fannst mér ég' verða að hata
þá fyrir þetta aðgerðaleysi þeirra. Mér fannst.... takið
eftir.... mér fannst, eins og blóð þeirra hefði runnið í