Viðar - 01.01.1938, Page 102
100
RÖDD ÚR DJÚPINU
[Viðar
Fyrir framan mig stóð maður og veifaði í hrifningu
hatti sínum í áttina til skriðljóssins, sem nálgaðist óðum.
Hann sneri sér við, þegar hann heyrði fótatak mitt, og
hrópaði. .. . eins og maður, sem hlotnazt hefir mikil ham-
ingja alveg óvænt.
— Hversu dýrlegt kvöld! Heyrðuð þér í eimpípunni?
— Afsakið, sagði ég, hversu viðbjóðslegt kvöld!
— En heyrðuð þér ekki, hrópaði hann, heyrðuð þér
ekki í eimpípunni? Nú heyrist það aftur — er þetta ekki
dýrlegt kvöld?
— Þegið þér, hreytti ég úr mér, segið ekki orðið „dýr-
legt“ í mín eyru. Ekkert er dýrlegt í þessum heimi fyrr
en búið er að jafna það við jörðu og byggja það síðan
upp aítur.
— En vorið kemur, tautaði hann forviða. Vorið, hugsið
yður nú um, finnst yður ekki vorið dýrlegt?
— Nei, nei, það er það ekki, hvæsti ég hamstola. Hvern-
ig dirfist þér að segja annað eins og þetta við mig? Vitið
þér ekki, hver ég er? Vitið þér ekki, hvar ég er, þegar
vorið kemur? Á vormorgnunum, þegar sólin kem'ur upp,
sefur minn þjakaði líkami og er svo máttvana, að hann
getur engan veginn risið upp fyrr en vekjaraklukkan
þrumar. Og á vorkvöldunum er ég of þreyttur til þess að
festa hugann við annað en mat, þjóðmál og hvíld. Hvern-
ig dirfist þér svo að tala þannig til mín.
— Þér, veslings maður, sagði hann rogginn, þér óbreytti
einfaldi bolsévikki, hvað viljið þér eiginlega?
— Rífa allt niður, hrópaði ég, og byggja -allt upp á ný.
— Það mundi nú taka sinn tíma.
— Þér munuð verða dánir áður en því er lokið.
— Ég dey, en lífið er eilíft.
Hann virti mig fyrir sér, eins og fólk virðir fyrir sér
fábjána. Ég sá, að vorvíman hvarf úr augum hans. Þau
urðu blá, köld, eins og þau áttu að sér. Þá fyrst þekkti ég
hann fyrir sama mann, en í þetta sinn sá ég ekki votta
fyrir „Dorian Gray“ í fari hans. Ef til vill hefir hann al-