Viðar - 01.01.1938, Síða 104
102
RÖDD ÚR DJÚPINU
[Viðar
ekki hlaupið úti, þá gat hann þjálfað handleggina. Og
sjá! Brjóstið og handleggirnir ukust stórlega að styrk.
Hann þjálfaði sig, hélt áfram að lesa. ... og hugSaði. Og
dag nokkurn útvegaði hann sér stálþráð og verkfæri og
byrjaði tilráunir með að búa til á sig fætur. Sú vinna tók
langan tíma. Árangrinum af starfi margs dags og margr-
ar nætur var fleygt í ruslakistuna, og hann varð að byrja
á nýjan leik. En það var seigla í drengnum. Hann las all-
ar handbækur í þessari grein og teygaði vizku verkfræð-
inganna. Hann skreið út í smiðju og sá, hvernig járnið
og stálið er mótað. Og að lokum bar starfið ávöxt. Hann
fékk fætur og gat gengið eins og annað fólk. .. . varð þess
umkominn að sjá sér farborða. — Þessi drengur er ég.
Hann lyfti örlítið upp vinstri buxnaskálminni, og ég sá,
að þar innanundir gljáði á víxlaða stálþræði.
— Hafið þér nokkurntíma, spurði hann, lesið spakmæli,
sem oft hefir verið endurtekið: Erfiðleikar eru til þess að
yfirstíga þá? í þessu spakmæli er mikill sannleikur
fólginn; það sá ég áþreifanlega, þegar á þeirri stund, er
mér heppnaðist að ganga eins og annað fólk. Og síðan
hefi ég oft reynt það.
Takið eftir: Ég hefi átt heima í þessum bæ í hartnær
fimmtán ár og unnið að ritsmíð um göfgun mannkynsins
samkvæmt erfðalögmálinu. Fyrst varð að bjarga líkam-
anum, því að sjúkur maður er aldrei hamingjusamur. Og
keppikefli trúar minnar er hamingjusamt mannkyn.
Trúin á framtíðina er hinn mikilvægasti aflgjafi og
starfið þar af leiðandi eini gleðigjafinn. Hefði ég verið
trúlaus, væri ég dauður.
Ég ætti, öðrum fremur, að vera fullur haturs og
beiskju, því að óhamingja mín á ekki einungis rætur sín-
ar að rekja til fótanna.... Þesskonar hluti er hægt að
búa til úr málmfjöðrum og stálþræði. .. . heldur er mér
einnig meinað að gegna æðstu köllun karlmannsins. Skilj-
ið þér? Kona hefir unnað mér í seytján ár, og við getum