Viðar - 01.01.1938, Page 107
Viðar]
Hvað er á bak við?
Eftir Þorgeir Sveinbjamarson frá Efstabæ.
Sumarið 1936 var ég staddur á móti józkra leikfimis-
kennara í Arósum. Þar voru samankomnir nokkur hundr-
uð leikfimismenn víðsvegar að frá Jótlandi, og sýndu
þeir listir sínar þarna þennan dag. Auk þeirra sýndu
flokkar frá Noregi og Svíþjóð sem gestir. Þátttakendur
voru bæði piltar og stúlkur. Ég ætla ekki að gera grein
fyrir leikfiminni, sem ég sá á þessu móti. Hún var mis-
jöfn, eins og gerist, enda sýndu þarna margir lítt valdir
flokkar utan úr sveitum Jótlands. — En um kvöldið hlust-
aði ég á ræður nokkurra þeirra manna, sem stóðu fyrir
þessu móti, og þar var talað um árangur þess og leikfim-
ina yfirleitt. Þá sagði einn þeirra, frk. Jörgine Abildgaard
frá Snoghöj: „Leikfimi hjá okkur er andlaus leikfimi.
Hún er ekkert annað en bolbeygjur og bolfettur, hné-
beygjur og hnéréttur. Hún er ekkert annað en andlaust
strit og þrælkun. Kennararnir skipa fyrir eins og vél,
hvergi nokkurt líf, hvergi nokkur sál. Það er kennarans
að gera leikfimina lifandi, bregðist hann þeirri skyldu, er
lekfimin lítils virði“.
niðri í djúpinu gramir í geði. Þau eiga engan sinn líka
þessi andstyggilegu hugtök: hópurinn, flokkurinn, múgur-
inn. Það eru bara til sameiginlegar vonir og áhugamál,
sameiginlegt mótlæti, sameiginlegur ótti og neyð.
Þennan boðskap vil ég hrópa! Ég, rödd úr djúpinu. Það
verður mitt hlutverk.
Leifur Haraldsson þýddi úr sænsku.
(býðandi sögunnar var nemandi í Laugarv.sk. veturinn 1933—'34).