Viðar - 01.01.1938, Page 109
Viðar]
HVAÐ ER Á BAK VIÐ
107
hverri hreyfingu, æskufjör og gleði í hverri æfingu. Leik-
fimi hjá Abildgaard er lífi gædd. Það er eitthvað á bak
við, sem gefur öllu gildi.
Ég efast ekki um, að margir íslenzku leikfimiskennar-
arnir hafa náð svipuðum árangri, en ég er líka jafn-viss
um, að sumir eiga sammerkt með þeim í Árósum, sem
ekki gátu, að dómi Abildgaard, skapað lífræna leikfimi.
Karlmannaleikfimin er yfirleitt, hvar sem er í heiminum,
leiðinlegri en kvenleikfimin. Hún er oft einungis fettur og
brettur, átök og strit. Það verður að liggja eitthvað bak
við, hugsun, ákveðinn vilji, það verður að vera alvara og
gleði. í hverri hreyfingu verður það að koma fram, að
nemandinn vandi sig, geri sitt allra bezta. Og kennarinn
verður líka að gera sitt bezta; hann verður að hafa óskor-
að vald í leikfimistímunum, þar mega engin lausatök
vera.
Það er mikill munur á íslenzkum og dönskum alþýðu-
skólum. Danskir alþýðuskólar hafa undirstöðu, bæði þjóð-
ernislegs og trúarlegs eðlis, sem skóla okkar vantar að
mestu. — Þetta gefur starfinu líf, skólunum tilgang og
kennurunum trú á köllunarverk sitt. Skólarnir okkar eru
ekki byggðir á jafn-traustum grundvelli. Þá vantar líf í
starf sitt, hjarta, sem slær á bak við allt stritið og stríðið.
En það eru ekki einungis skólarnir, sem sakna þessa. Þjóð-
ina skortir þetta sama, einhvern æðri tilgang, eitthvert
hærra mið. Pólitísk trú fleytir henni skammt og veitir
henni litla hamingju. Menn lifa ekki á einu saman brauði.
Það verður að vera eitthvað á bak við. Lífið verður að
hafa sál, að hafa tilgang.
I skólanum á Snoghöj er kirkja; hún er byggð inn í
skólann. Þar safnast allir saman stundarkorn kvölds og
morgna við söng og stutta bæn. Frk. Abildgaard prédik-
ar sjálf í kirkju sinni.
Eg fór frá Snoghöj snemma morguns. Frk. Krogh ók
mér í bíl sínum til smábæjarins Fredericia, sem þar er
skammt frá. Skömmu seinna fór ég með lestinni yfir