Viðar - 01.01.1938, Page 110
[Viðar
*
Oskirnar.
— Japanskt æfintýri. —
Eftir Kyau-Hakufai.
Gamall maður segir frá: Ég las nýlega sögu, sem minnti
mig á sanngildi þess fornkveðna, að menn eiga ekki að
vera þrælar óska sinna.
Áður fyrr lifði í Kína vitur og vel gefinn maður, en
fólkið gerði gys að honum, hvar sem hann kom.
Fátækur sem betlari flýði hann félagsskap mannanna
og tók að reika um óbyggðir skýjaðra fjalla. Þar settist
hann á klett og hugsaði ráð sitt.
Hann var að því kominn að örvilnast, þegar öldungur
með snjóhvítt hár birtist honum. Öldungurinn leit á hann
rannsakandi augum og sagði síðan: „Ég var einu sinni
námsfélagi þinn“, og þegar hinn kiknaði í knjánum fyrir
framan öldunginn hrukkaði hann ennið og hélt áfram:
„Eitt sinn hefir þú eins og ég hugleitt efni lífsins og inni-
hald. En þitt reikula hjarta var sterkara en þú og leiddi
þig fram á barm glötunarinnar. En ég hins vegar stjórn-
aði hjarta mínu og breytti eftir boðum hinna helgu laga:
Og ég varð Andi, búinn yfirnáttúrlegu afli, sem ekkert á
jörðu getur staðist. Fylgdu mínu fordæmi, taktu hugar-
farsbreytingu, leyfðu aðeins góðum hugsunum rúm og að
síðustu, leitastu við að óska einskis þér til handa“.
Litlabeltisbrúna, áleiðis til Kaupmannahafnar. Ég leit út
um vagngluggann. Danski þjóðfáninn blakti í skólagarð-
inum á Snoghöj, og turninn á kirkjunni gnæfði upp úr
þyrpingu skólahúsanna. Mér fannst ég skilja sumt, sem
ég hafði ekki skilið áður. Starf alþýðuskólanna dönsku er
byggt á öruggum grunni.