Viðar - 01.01.1938, Page 111
Viðar]
ÓSKIRNAR
109
Þegar maðurinn sá, að þessi Andi var gæddur guðleg-
um mætti, tók hann að fella krókódílstár og mælti: „Ég
þjáist sárlega af hungri og þorsta. Mikli Andi, hugleiddu
vináttuna, sem eitt sinn var okkar á milli! Vertu misk-
unnsamur og gefðu mér eitthvað til að slökkva hungrið!
Ég skal þakka þér það allt mitt líf!“
Andinn hló: „Þú ert eins og steinn í ofni. Þú þjáist
vegna ágirndar þinnar. Að þessu sinni mun ég þó upp-
fylla ósk þína“.
Hann kallaði hátt: „Hamu!“ og jafnskjótt komu fjögur
til fimm þúsund ríspokar á staðinn.
„Þetta nesti“, sagði hann við manninn, „mun nægja þér
til æfiloka. Sagt er, að sá, sem allt hafi, óski sér einskis
framar. Nú óskar þú þér væntanlega ekki neins“.
„Velgjörðir þínar hvíla þungt á mér“ — sagði hinn —
„þó á ég enn eina litla ósk. Þú hefir gefið mér ógrynnin
öll af rís, en það kemur mér að litlu gagni, þar sem ég
hefi enga kornskemmu til að geyma það í. Ef þú getur, þá
gefðu mér hana líka!“
Andinn hrópaði gramur: „Forherti maður, geturðu þá
ekki byggt eina kornhlöðu? En þar sem ég uppfyllti
fyrstu ósk þína, mun ég einnig uppfylla aðra“. „Hamu!“
hrópaði hann á ný og lyfti vísifingrinum.
Jafnskjótt stóð á jörðinni fjöldi af kornskemmum og
hurfu ríspokarnir inn í þær.
„Ertu nú ánægður?"
„Já“, sagði hann glaður og féll á kné. „Með því að
byggja þessar dýrlegu hlöður uppfylltir þú mína stærstu
ósk. Gæzka þín er takmarkalaus og fyllir mig fögnuði. En
hugsaðu þér bara: Eru ekki þessar fullu ríshlöður dýrleg
gjöf, en þarf ég ekki líka hús til að búa í? Munu ekki
mennirnir, sem sjá rísið og hlöðurnar, sakna íbúðarhúss-
ins og ásaka hinn mikla Anda fyrir vanrækslu hans? Það
veldur mér sársauka, ef þannig verður talað um þig“.
„Ég verð brátt að gefa mig á vald óskum þínum eins og