Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 115
Viðar]
FUNDARGJÖRÐ
113
IV. Alþýðuskólarnir og þjóöin. — Bjarni Bjarnason hélt alllangt
orindi. Tilefnið var að nokkru grein Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, er
birtist í Viðari siðastliðið ár.
Vítti hann, að greinin hafði komið fram í ritinu og rithátt höfund-
ar og sumar skoðanir.
Þá ræddi hann um ýms vandamál skólanna.
í sama streng tóku fleiri, en ritstjóri og greinarhöfundur svöruðu.
V. Kennslubækur skólanna. — Guðmundur Ólafsson minnti á sam-
þykktir fyrri félagsfunda um þetta atriði.
Benti hann á alþýðubók í líffræði, »Biologi for Hvermand eftir Jó-
hannes Bjerre« og lagði fram bókina til sýnis og hreyfði því, hvort
félagið vildi styðja með fé eða á annan hátt útgáfu þessa rits á ís-
lenzku.
Þessi tillaga var samþykkt með samhljóða atkvæðum:
a. >>Fundurinn er þvi meðmæltur, að fé félagsins sé varið til þess
að styrkja útgáfur alþýðu- og skólabóka og felur stjórninni að dæma
um, hvort umrædd bók sé heppileg til að njóta slíks styrks.
b. Fundurinn veitir stjórninni heimild til að veita fé til útgáfunnar,
ef henni líkar bókin og fé er fyrir hendi«.
Þórður Kristleifsson skýrði frá því, að prentun væri hafin á söng-
bók þeirri, er liann var á síðasta fundi eggjaður á að semja, og að
vissa væri fengin fyrir því, að hún kæmi út á næsta vetri.
Ýmsir fundarmenn létu í ljósi ánægju sína yfir þessu og vottuðu
Þórði þakkir og traust.
VI. Verklegt nám i héraðsskólunum. — Nefnd, sem falið hafði ver-
ið að athuga, hvernig auka skyldi verklegt nám í héraðsskólunum,
bar fram svohljóðandi tillögur:
»Fundurinn skorar á skólastjóra allra héraðs- og alþýðuskólanna,
að taka til athugunar, í samráði við kennara sína á næsta starfsári,
á hvaða hátt bezt niegi auka verklegt nám í skólunum og hafa með
sér bréflegt samband eða fundi um málið, bæði til þess að undirbúa
það fyrir næsta fund félagsins, og til að hafa áhrif á afgreiðslu máls-
ins á alþingi, ef til þess kemur fyrir þann tíma.
VII. Reikningar félagsins voru lagöir fram og samþykktir.
Sjóður félagsins var kr. 611,75.
VIII. Stjórnarerindi. — Formaður félagsins skýrði frá gjörðum
sinum í málum þeim, er stjórninni höfðu verið falin á síðasta fundi,
t. d. ttm rétt sjúkrasamlaga skólanna til ríkisstyrks, lán á filmum j
kvikmyndavélar og nemendaskipti við erlenda skóla.
Urðu um það nokkrar umræður.
8