Viðar - 01.01.1938, Page 116
[Viðar
r
Utdráttur úr skólaskýrslum m. m.
Laugarvatnsskóli. Skólaárið 1937—1938.
Skólinn hófst með októberkomu. Bergsteinn Kristjónsson gegndi
skólastjórn. Nýir kennarar voru cand. mag. Ólafur Briem frá Stóra-
Núpi í Árness. og Guðjón Ingimundarson, íþróttakennari frá Svans-
hóli í Strandasýslu.
Hjúkrunarstörf og hreinlætis annaðist Ólafía Jónsdóttir, hjúkrunar-
kona úr líeykjavík. Guðmundur Gíslason, sem verið hafði kennari
við skólann í átta ár, gerðist skólastjóri Reykjaskóla. Ég færi hon-
um kærar þakkir fyrir ágætlega unnin störf hér og árna honum
heilla í nýrri stöðu.
IX. Stjórnin stakk upp á því, að sr. Jakob Kristinsson, fyrv. skóla-
stjóri á Eiðum, væri gjörður að heiðursfélaga. Það var samþykkt og
honum sent svohljóðandi skeyti:
»Séra Jakob Kristinsson, Reykhúsum.
Þökkum unnin störf. Höfum kosið þig heiðursfélaga vorn.
Félag héraðs- og alþýðuskólakennara«.
X. Bjarni Bjarnason, skólastjóri, skýrði frá reynslu sinni um heppi-
leg áhöld, rúm og búninga í skólanum á Laugarvatni.
Hann lét í ljósi ósk sína um, að búningur nemanda væri ekki lát-
inn afskiptalaus, heldur samræmdur.
XI. Stjórnarkosning. — í stjórnina voru endurkosnir þeir Kristinn
Stefánsson (14 atkvæði), Þórir Steinþórsson (13 atkvæði) og Guðm.
Ólafsson (14 atkvæði).
Til vara var kosinn Þórður Kristleifsson.
XII. Ritnefnd Viðars var kosin. Hana skipa: Stefán Jónsson f.
Laugarvatnsskóla. (Kosinn af nemendamóti). Leifur Ásgeirsson f.
Laugaskóla. Aðalsteinn Eiríksson f. Reykjanesskóla. Eiríkur J. Ei-
ríksson f. Núpsskóla. Guðm. Grslason f. Reykjaskóla. Þóroddur
Guðmundsson f. Eiðaskóla. Þórir Steinþórsson f. Reykholtsskóla.
Fundargjörðin var lesin upp og samþykkt.
Konráð Erlcndsson■ Guðm. ólafsson.