Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 119
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
117
Námskeið s. I. vor:
Húsmæðranámskeið stóð yfir sex vikur, 40 stúlkur tóku þátt í því.
Garðyrkjunámskeið, tólf nemendur störfuðu hér í gróðrarstöðinni
i sex vikur.
Sundnámskeið fyrir börn í 10—14 daga, iiemendur voru 50—60.
Funciir haldnir í skólanum:...
Nemendamót, landsfundur ungra Framsóknarmanna og norrænt
kennaramót.
Tekið er á móti gestum allan tímann, sem skólinn ekki starfar.
Iþrótlaskóli Björns Jakobssonar.
Nemendur voru fjórir: Jóhannes Hjálmarsson, Torfi Jónsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, Þórunn Claessen.
Námsgreinar: Uppeldisfræði, líffærafræði, lífeðlisfr., fimleika-
fræði, sund, útiíþróttir margskonar og kennsla.
Lágmarkskrafa til inntöku er menntun, sem eigi sé síðri en
tveggja vetra nám á héraðsskóla með góðum árangri, bæði í bók-
námi og íþróttum. Einkum þarf umsækjandi að vera vel að sér í fs-
lenzku. Dönsku eða annað Norðurlandamál þarf hann að skilja fyr-
irhafnarlitið. Umsækjandi sé vel hraustur og noti hvorki áfengi né
tóbak og hafi vottorð um þetta frá þekktum, áreiðanlegum manni.
Þetta var 6. starfsár skólans. Allir nemendur luku prófi með góðri
einkunn.
Skilyrði jyrir skólavist.
Nemendur séu ekki yngri en 16 ára um það leyti, sem skólinn
hefst. Þeir séu vel hraustir, hafi siðferðisvottorð frá málsmetandi
manni, neyti hvorki áfengra drykkja né tóbaks nieðan þeir dvelja í
skólanum. Greiða verður hluta af dvalarkostnaði strax að haust-
inu, að minnsta kosti kr. 200,00 og hitt um miðjan febrúar.
Bækur notadar i yngri deild. — fslenzk málfræði eftir BjÖrn Guð-
finnsson, íslendingasaga eftir Arnór Sigurjónsson, Plönturnar eftir
Stefán Stefánsson skólameistara, Reikningsbók eftir dr. Ölaf Daní-
elsson, Þjóðskipulag íslendinga eftir Benedikt Björnsson skólastjóra,
Heilsufræði eftir Steingrím Matthíasson, Lýsing íslands eftir Þorvald
Thoroddsen. Dýrafræði er einnig kennd og söngfræði. 1 eldri deild
er bætt við, svo sem sönglistarsögu, Iandafræði, um útlönd, eðlisfræði,
bókfærslu, Lestrarbók Sigurðar Nordal og ritreglum og Setninga-
fræði Freysteins Gunnarssonar. Söngur, sund, handavinna og leik-
fimi eru skyldunámsgreinar. Séu sérstakar ástæður, eru gefnar und-
anþágur. Þeir sem ekki skrifa sæmilega vel, eru valdir úr og þeim
kennd skrift. Otlend tungumál þurfa nemendur ekki að læra. Annars