Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 120
118
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
má velja á milli þýzku, dönsku, ensku og sænsku. Með sérstökum
undantekningum getur komið til mála, að nemendur læri fleiri en eitt
erlent mál. Hæfileikar skera úr um það. 1 dönsku og þýzku eru
kenndar bækur eftir Jón Öfeigsson, menntaskólakennara, en í ensku
Enskunámsbók eftir Boga Ólafsson, menntaskólakennara. I byrjun
skólans eru nemendur prófaðir í íslenzkri stafsetningu, reikningi og
fslandssögu. Saga Jónasar Jónssonar er lögð til grundvallar. Allar
námsbækur og ritföng fást í skólanum.
Dvalarkostnaður var s.l. vetur sem hér segir: Skólagjald 60 kr.,
húsaleiga, ljós og hiti 45 kr. Fæði pilta 1,40 á dag, eða alls kr. um
250. Fæði kvenna 1,17 á dag, eða alls um kr. 210. Til bókasafns
skólans- ber nemendum að greiða í afnotagjald kr. 3,00.
Kostnaður vegna handavinnu fer eftir því, hvað og hve mikið
nemendur vinna. Séu allar bækur keyptar nýjar, kosta þær unr kr.
45,00, auk námsbóka í erlendum málum, pappírs og ritfanga. Sé
hægt að fá keyptar notaðar bækur, sparar sú ráðstöfun fé að veru-
legu leyti.
Bjarni Bjarnason.
Laugaskóli. Skóiaárið 1937—38.
Skólinn var settur af skólastjóra 12. október. Hann starfaði unt
veturinn í 3 deildum, yngri deild (y. d.), er vegna nemendafjölda
var í nær öllum greinum tvískipt (y. d. Aj y. d. B), eldfi deild (e.
d.) og smíðadeild (smd.). Til þeirrar síðustu eru taldir allir nemend-
ur, er sérnám höfðu í smíðum; annað nám sitt stunduðu þeir eftir
atvikum með y. d. eða e. d. — B. d. = báðar deildir =
y. d. og e. d.
Nemendur.
Þeir voru alls 78: I y. d. 41, í e. d. 26, í snul. 10, utan deilda 1
(við framhaldsnám). 5 nemendur voru af ýmsum ástæðum eigi nema
um hálfan veturinn og 1 enn skemur (bjó sig eftir heimalestur undir
vorpróf í y. d.). 3 nemendur höfðu á hendi jafnframt námi nokkur
störf á skólastaðnum. I e. d. voru teknir 5 nýir nemendur að undan-
gengnu prófi.
Námsmeyjar úr Húsmæðraskólanum nutu kennslu í söng og sundi.
Nemendur voru þessir:
I. Y n g r i d e i 1 d.
1. Adam Jakobsson, Haga, S.-Þ. 2. Anna Árnadóttir, Kópaskeri.
3. Baldur Sigurðsson, Syðra-Hóli, Ey. 4. Baldur Þórisson, Baldurs-