Viðar - 01.01.1938, Page 123
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
121
saumanáms þeirra, eigi skyki þátttaka). f söng tóku þátt allir nem-
endur að 9 undanskildum.
Kennslan skiptist þannig á kennarana:
Leifur Ásgeirsson kenndi íslenzku að undantekinni ritgerð i y. d.
A, íslenzku í e. d., reikning í y. d. B og e. d., mannkynssögu og
eðlisfræði í e. d. og las fornbókmenntir með b. d.
Konráð Erlendsson kenndi dönsku og landafræði í b. d. og reikn
ing í y. d. A.
Þórhallur Björnsson kenndi smíðar í öllum deildum og teikningu i
y. d.
Þorgeir Sveinbjarnarson kenndi í b. d. leikfimi og ásamt Erlingi
Davíðssyni sund, íslenzku í y. d. B og ritgerð í y. d. A, heilsufræði
í y. d. og sá um útivist pilta.
Páll H. Jónsson kenndi söng í öllum skólanum, Islandssögu og
grasafræði í b. d., söngfræði í y. d. og sá um útivist stúlkna. Enn-
fremur annaðist liann afgreiðslu á bókasafni.
Hrefna Kolbeinsdóttir kenndi ensku og hannyrðir í b. d.
Bergþóra Davíðsdóttir kenndi sauma í b. d.
Erlingur Davíðsson kenndi ásamt Þorgeiri Sveinbjarnarsyni
sund í b. d., svo og námsmeyjum Húsmæðraskólans sérstaklega.
Námsgreinar, kennslustundafjöldi, námsbœkur.
Stundatölurnar tákna vikulega kennslu, nema annars sé getið.
Y n g r i d e i 1 d (A og B).
Jslenzka. — Réttritun 1 st., í B, þó kennslunni skipt að nokkru á
alla íslenzkutímana. Notað æfingakver Friðriks Hjartar. — Mál-
fræði 2 st., notuð íslenzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson; aðal-
áherzla lögð á beygingafræði. Skriflegar æfingar að staðaldri. —
líitgerð 1 st., athugasemdir og greinargerð fyrir leiðréttinguni
heimastíla, er gerðir voru oftast einn á viku.
Danska. — 4. st. Kennslubók Jóns og Jóhannesar. Nemendunum
var skipt í 2 flokka, byrjendur og áleiðiskomna. Byrjendur fóru yf-
ir I, alla bókina, og II að bls. 137, hinir yfir II, alla bókina, og
III að bls. 68. Hvorirtveggja lásu málfræðiágripið í I. Heimastill einu
sinni á viku, hjá byrjendum þó aðeins frá nýári.
Enska. — 3 st. Enska I eftir Eirík Benedikz, að Lesson 50; ís-
lenzku kaflarnir þýddir á ensku munnlega i tímunum og sumir skrif-
lega heima.
islandssaga. — 4 st. Islendingasaga eftir Arnór Sigurjónsson, les-
in öll bókin.
Þjóðskipulagsfrædi. — 1 st. Þjóðskipulag fslendinga eftir Benedikt
Björnsson, 2. útg., aftur á bls. 90.