Viðar - 01.01.1938, Page 125
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
123
Eðlisfræði. — 4 st. Fysik for Mellemskolen I—11 eftir Th. Sun-
dorph notuð. Fyrra heftið endurlesið. Lítið hægt að gera af tilraun-
um.
Reikningur. — 4 st. Reikningsbók Ólafs Daníelssonar, farið yfir
alla bókina aftur að Ýms dæmi.
Fornbókmenntir. — 2 st. Forníslenzk lestrarbók eftir Quðna Jóns-
son, lesið allt óbundið mál. Þrymskviða öll og nokkuð af Helgakviðu
lesið og lært, með skýringum.
Smiðar. — Kenndar í 2 flokkum, 4 st. hálfsmánaðarlega hjá livor-
um. Sjá síðar.
Saumar og hannyrðir. — 4 st. Sjá síðar.
Leikfimi. — Piltar höfðu 5 st., stúlkur 4 st. (saman úr b. d.).
Sund. — 3 st. hjá hvorum, piltum og stúlkum. Kenndar sömu að-
ferðir og í y. d., en meiri áherzla lögð á björgun.
Söngur. — Sjá hjá y. d.
S m f ð a d e i 1 d.
Kennt var á verkstæðinu mestan hluta dags frá kl. 8 f. h. til 7%
e. h. (þ. e. »rétt« kl. frá 7 f. h. til 6%) að frádregnum matarhléum.
Munir unnir á skólanum.
Smíði: 4 hefilbekkir, 2 dragkistur, 3 skápar, 11 borð (ýmisleg), I
rúmstæði, 1 skrifborðsstóll, 37 borðstofustólar, 13 baklausir stólar,
32 stk. kistur, koffort, töskur og kistlar, 9 skólabekkir, 4 hillur, 1
»bobb« með kringlum, 16 pör skíði, 1 veggtafla, 1 blómasúla, 1 stutt-
hefill og ýmsir smærri munir, s. s. annboð o. fl. Af þessu var unnið
skólanum í skyldutímum 19 borðstofustólar, 10 baklausir stólar, 9
skólabekkir, 12 pör skíði og 1 veggtafla. Hitt smíðuðu nemendur
smíðadeildar í sína þágu.
Saumar og hannyrðir: 16 náttkjólar og náttföt, 5 morgunkjólar, 8
blússur, 7 pils, 7 dagkjólar, 2 telpukjólar, 1 stórtreyja, 3 peysur, 2
koddaver, I sængurver, 9 kaffidúkar, 23 sófapúðar, 20 ljósadúkar
(úr hör og ull), 6 litlir dúkar aðrir.
Próf.
Miðsvetrarpróf fór fram 17.—23. janúar. Prófdómari var nú eng-
'nn aðfenginn, vegna sóttvarna.
Vorpróf hófst 25. niarz og var lokið 12. apríl. Fræðslumálastjóri
skipaði prófdómara þá síra Friðrik A. Friðriksson á Húsavík og
Kristján Jakobsson bónda á Narfastöðum. Um handavinnu stúlkna
dæmdu Kristjana Pétursdóttir forstöðukona Húsmæðraskólans og
Halldóra Sigurjónsdóttir kennslukona við sama skóla.
Undir bæði prófin gengu allir nemendur, er eigi höfðu sérstök
forföll vegna veikinda eða annarra óhappa,