Viðar - 01.01.1938, Síða 130
128
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
allmörg kvæði og hafðar upplestraræfingar á bundnu og óbundnu
máli. Ein stund á viku ætluð framsögu og sjálfvöldu efni.
Föðurlandssaga. 2 st. á viku. Bók Arnórs Sigurjónssonar lesin, bls.
154—‘339. Miklu bætt við munnlega.
Mannkynssaga. 2 st. á viku. Mks. III. eftir Þorl. H. Bjarnason, bls.
1—150.
Þjódskipulag 1 st. á viku. Farið var yfir bók Jónasar Guðnuinds-
sonar, en aðalkennslan framkvæmd með fyrirlestrum og samtölum.
Heilsufræði. 2 st. á viku. Var og kennd í fyrirlestrum, en þó lesiö
ágrip Ásgeirs Blöndals. Nokkur atriði lesin fyrir til uppskriftar.
Jurtafræði. 2 st. á viku. Var eingöngu kennd munnlega, þar eð
Plönturnar voru uppseldar. Stuðzt var við myndir og töfluteikningar.
Aðallega kennt um lífeðli jurtanna en ekki ættir.
Landafræði og jarðeðlisfræði. 2—3 st. á viku. Bók Karls Finnboga-
sonar, bls. 103—153. Miklu bætt við munnlega, er nemendur rituðu
niður og Iásu til prófs. Jarðeðlisfræðiágripið var og lesið og nokkur
erindi flutt úr myndunarsögu jarðarinnar og um þróun lífsins. Einnig
nokkur erindi flutt um sólkerfi okkar o. fl. stjarnfræðilegt.
Likamsæfingar. Sttnd, leikfimi og glimuæfingar piita 5Vz st. á viku,
auk útiæfinga og tíma til gufubaðs.
Fyrir stúlkur 4J4 st. á viku, auk útiæfinga og gufubaðs. Skíða- og
skautaferðir og boltaleikir var iökað mjög eftir ástæðum, færð og
veðri.
Eldri deild. Aáálfræði (1 st. á viku) Bj. Guðfinnssonar ‘ var lesin
lauslega út á bls. 64 en vandlega þaðan og að bls. 160. Lesin voru
fyrir helztu atriði setningafræðinnar.
Réttritun. Lesnar Ritreglur Fr. G. Réttritunaræfing I st. á viku
Heimaritgerðir vikulega og 1 st. varið til þess að fara í gegn um
þær með nemendunum.
Reikningur. 4 st. á viku. Bók Ól. Daníelssonar lesin. Farið var
yfir jöfnur, flatarmál og rúmmál, endurlesið að jöfnum. Mörgum
dænnirn bætt við úr ísl. og erlendum bókum.
Danska. 3 st. á viku. Bækur Jóns Ófeigssonar og Jóhs. Sigfússonar
II. h. lesið allt og III. h. 87 bls. Málfræði í I. h. vandlega lærð. Skrif-
legar æfingar í timum og heimastílar vikulega.
Enska. Geirsbók lesin, bls. 64—204. 3 st. á viku. Heimastílar viku-
lega.
Yiigri deild.
Málfræði Bj. Guðfinnssonar lesin út á bls. 64.
Réttritun. Ritreglur Fr. G. lesnar að bls. 55. Ritæfingar hafðar
vikulega í tímum. Heimastíll í hverri viku og einni stund varið til að
yfirfara hann með nemendunum.