Viðar - 01.01.1938, Síða 131
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
129
Reikningur. 4 st. á viku. Bók Ól. Daníelssonar var lærð út að
jöfnum. Allmörg dæmi reiknuð utan bókarinnar.
Danska. Bækur Jóns Ófeigsonar og Jóhs. Sigfússonar. 3 st. á viku.
Lesið I. h. allt og að bls. 87 í II. h. Málfræði í I. h. lesin (stærra
letrið). Skriflegar æfingar í tímum og heimastílar.
Enska. Geirsbók lesin aftur á bls. 93. 3 st. á viku. Skriflegar æf-
ingar í tímum ,og stílar vikulega frá nýári.
Handavinna. — Stúlkurnar lærðu fatasaum, livítan og mislitan,
skrautsaum, flos, Ieðuriðnað, að mála í dúka og lítilsháttar var ofið á
smávefstól. 12 st. á viku mestan hluta vetrarins.
Piltar í e. d. Iærðu bókband. 4 st. á viku. Bundu fyrir skólabóka-
safnið og sjálfa sig alls um 100 bækur.
Piltar í y. d. unnu nokkuð að burstagerð og smíðuðu 15 ferðatösk-
ur. 4 st. á viku.
Þessa muni unnu stúlkurnar: Fatasaumur, aðallega kvenfatnaður,
30 stk. Listsaumur ýmiskonar, 40 stk. Leðurvinna: hanzkar, veski,
buddur, töskur, 35 stk. Prjón: peysur, kragar, ermaskjól, 8 stk.
Hekl, 3 stk. Ofið í veframma: flos og glitvefnaður, 2 stk. Máluð ein
veggmynd og í tvo langdúka. Alls voru unnir af stúlkum 121 munir.
Allmikið af handavinnuefni þessu var heimaunnið, ofið af handa-
vinnukennara skólans.
Félagslíf. Skóla- og U. M. F. Gróandi starfaði með ágætum í
vetur, hafði fundi vikulega og voru þar rædd mörg mál, oft af
iniklu kappi. Blaðið »Fram« kom út annanhvern fund. Félagið í
heild sinni var í B. F. S. Allir nem. eru meðlimir skólafélagsins.
Fyrsti febrúar, baráttudagur B. F. S., var starfræktur á þann hátt,
að fólki hér úr nágrenninu var boðið til samfundar með nemendum
síðari hluta dags og fluttu 9 nemendur úr báðum deildum skólans
stutt erindi. Sungið var milli erindanna. Síra Eiríkur Eiríksson flutti
erindi: »Um eldinn«. Að öllu þessu var gerður hinn bezti rómur. Var
gestum boðið til kaffidrykkju og yfir borðum talaði Kristinn oddviti
Guðlaugsson.
Fullveldisdagsins 1. des var minnst með líkum hætti. Höfðu nem-
endur þá söng og skrautsýningu auk erinda og upplesturs fyrir gesti
skólans.
Skólasamkoma var að vanda höfð ein á vetiinum. Nokkrir nem.
fluttu erindi. Sungu þeir og allmörg lög og léku gamanleik eftir
Lúðv. Holberg, er síra Eiríkur og skólastjóri höfðu þýtt. — Sam-
koman var afar fjölmenn. — Ágóðann lögðu nemendur í skiðasjóð
skólans.
Skemmtanalíf nemenda hefir verið með þeim hætti, að annaðhvert
laugardagskvöld hafa þeir haft smásjónleiki, skrautsýningar, söng,
9