Viðar - 01.01.1938, Side 132
130 ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
og hljóðfærasamspil og sitthvað fleira til skemmtunar, en hitt kvöld-
ið dans.
Fundahöld og námskeiö.
Þing- og héraðsmálafundur V.-lsafjarðarsýslu var haldinn í skól-
anum í janúarmánuði. Átján fulltrúar, þingmenn kjördæmisins og
kand. jur. Gunnar Thoroddsen sátu fundinn. Oft var margt gesta.
Piltar lánuðu herbergi sín en sváfu í skólastofu. Kennsla féll niður,
meðan á fundinum stóð, en nemendur hlýddu á umræður og mála-
flutning fulltrúanna.
Námskeið.
Skömnm fyrir prófið var vikunámskeið í skíðanotkun. Hafði það
Guðmundur Hallgrímsson frá Grafargili, þá nýkominn af skiðanám-
skeiði í Svíþjóð. Flutti hann erindi um skíðaíþróttir á kvöldin, en
æfingar með nemendum og fleirum í grenndinni á daginn. Þótti öll-
um námskeið þetta gott.
i fyrravor var hér heimilisiðnaðar- og sundnámskeið, en í vor að-
eins námskeið í sundi.
Gisti- og greiðasala hefir verið bæði sumrin.
Gestir allmargir hafa heimsótt skólann og margir þeirra sýnt skól-
anum þá velvild að flytja erindi í skólanum. Má þar helzt til nefna:
s.l. vetur: Kand. jur. Gunnar Thoroddsen, um mælskulist; kennari,
Jóhann Þorvaldsson: um bindindismál; búfræðingur Bjarni ívarsson:
Stefán G. Stefánsson; bóndi Halldór Kristjánsson: um menningar-
gildi kristindómsins; frú Lilja Björnsdóttir las frumsamin kvæði;
kennari Lárus Rist: um gildi og þýðingu ungmennafélagsstarfseminn-
ar og íþróttalíf.
Próf.
Vegna mjög óhagstæðra skipaferða leyfði fræðslumálastjóri, að
skóla yrði slitið nokkrum dögum fyrr en verða átti. Fór því prófið
fram 2.—9. apríl. Var prófið skriflegt í öllum bóklegum námsgrein-
um, nema tungumálum og í reikningi eldri deildar var það bæði
skriflegt og munnlegt.
Allir nemendur gengu undir prófið nema 3 úr y. d., sem fengu
að fara vegna atvinnu og óhagstæðra skipaferða. Einn nemandi úr
e. d. hafði verið frá námi, vegna lasleika, nokkurn tíma síðari hluta
vetrar og tók því ekki próf í öllum námsgreinunum.
Framsöguerindi.
Það hefir verið venja, að eldri deildar nemendur lykju prófi frani-