Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 135
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M.
133
Eyjólfsson, Múli, Barð. 51. Þórður Kristjánsson, Hreðavatn, Mýr.
52. Þórður Áskell Magnússon, Miklaliolt, Snæf. 53. Þóra Frímanns-
dóttir, Hrísey, Eyj. 54. Þórir Daníelsson, Bjargshól, V.-Hún. 55.
Þórunn Andrésdóttir, Kollslækur, Borg.
Starfslið skólans.
Þessir voru kennarar skólans: Kristinn Stefánsson, skólastjóri,
Anna Bjarnadóttir, Bjarni Bjarnason, síra Einar Guðnason, Halldóra
Sigurðardóttir, Magnús Jakobsson, Þorgils Guðmundsson, Þórir
Steinþórsson og Bjarni Árnason. Ragnheiður Teitsdóttir var ráðs-
kona mötuneytisins. — I veikindaforföllum skólastjóra frá því i
nóvember og út skólaárið, önnuðust kennslu hans kennararnir Anna
Bjarnadóttir, síra Einar Guðnason og Þórir Steinþórsson, en Þor-
gils Guðmundsson hafði á hendi skólastjórn. Um fimm vikna tíma
kenndi síra Eirikur Albertsson í skólanum vegna forfalla skóla-
stjóra og frú Önnu Bjarnadóttur.
Tilhögun náms og kennslu var með sama hætti og í fyrra, sömu-
leiðis skipting kennslunnar milli kennaranna.
Námsgreinar og námsbækur.
íslcnzka. Yngri deild. — Lesin Lestrarbók Nordals frá bls. 141 og
til enda; nokkrum köflum sleppt. — Islenzk málfræði eftir Björn
Guðfinnsson, bls. 1—121 tvílesið. Tímastíll, stafsetningaræfingar og
endursagnir vikulega, og auk þess ein til tvær heimaritgerðir á
mánuði.
Eldri deild. — Lestrarbók Guðna Jónssonar. Lesið: Goðasögur og
fornaldarsögur, Hrafnkelssaga Freysgoða og Islendingabók. Enn-
fremur: Völuspá, Hávamál, Þrymskviða, Úr Helgakviðu Hundings-
bana II og Höfuðlausn. — Setninga- og greinarmerkjafræði Frey-
steins Gunnarssonar lesin öll. Málfræði Benedikts Björnssonar end-
urlesin. Kennarinn fór með frásögn yfir bókmenntasöguna frá upp-
hafi. Stuðzt var við Bókmenntasögu Sigurðar Guðmundssonar. Einn
stíll á viku, stafsetningaræfingar og ritgerðir.
Saga. Yngri deild. — Lesið Islendingasaga Arnórs Sigurjónssonar
aftur að siðaskiptum og Mannkynssaga Þorleifs og Jóhannesar, um
fornöldina.
Eldri deild. — fslendingasaga Arnórs frá siðaskiptum og Mann-
kynssaga eftir sömu höfunda, Miðaldír og valdir kaflar úr sögu síð-
ari tíma.
Landafræði. Yngri deild. — Kennslubók Bjarna Sæmundssonar.
Lesið um I'sland og Norðurlönd; ennfremur kaflarnir um sjóinn og
gufuhvolfið.
Eldri deild, $ama bók, bls. 1—159,