Viðar - 01.01.1938, Page 136
134
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
Reikningur. Yngri deild. — Lesin Reikningsbók Ólafs Daníelsson-
ar aftur að jöfnum, sumt tvílesið.
Eldri deild. — Sama bók. Fyrri hlutinn hraðlesinn. Lesið vand-
lega um jöfnur, flatarmál og rúmmál.
Náltúrujræði. Yngri deild. — Dýrafræði Bjarna Sæmundssonar úl
að kaflanum um manninn. Plönturnar eftir Stefán Stefánsson, bls.
1—108 og frá bls. 158 og út bókina.
Heilsufræði. Yngri deild. — Líkams- og heilsufræði Ásgeirs Blön-
dals. Kennarinn jók miklu við.
...Félagsfræði. Yngri deild. — Þjóðskipulag Islendinga eftir Bene-
dikt Björnsson, bls. 1—82. Kennarinn jók við um einstök atriði.
Eldri deild. — Sama bók frá bls. 82 og til loka. Ennfremur Hag-
fræði eftir Charles Gide. Lesnir ýmsir kaflar í ritinn, alls um 300
bls., efni þeirra rætt og skýrt.
Bókfærsla. Eldri deild. — Kennd einföld bókfærsla og undirstöðu-
atriði tvöfaldrar bókfærslu.
Eðlisfræði. Eldri deild. — Fysik for Mellemskolen I—II eítir Th.
Sundorph.
Skrift var kennd í yngri deild þeim, sem lakast skrifuðu.
Söngur. — Æfður var samsöngur karla, kvenna og með blönduð-
um röddum.
Iþróttir. Fimleikar. — Nemendum skipt í þrjá flokka. Sundkennsla
fór fram að aflokinni leikfimi. Kennt bringusund, baksund, skrið-
sund og björgtinarsund. Tillsögn var veitt um björgun og lífgun.
Knattspyrna var iðkuð daglega, þegar veður og færi leyfði.
Handavinna. Hannyrðir. — Stúlkur lærðu ýmiskonar útsaum og
prjón og auk þess saumuðu þær nokkuð. Alls gerðu þær um 130
muni.
Smíðar. —• Piltar smíðuðu ýmsa gagnlega muni, svo sem skrif-
borð (6), skápa, koffort, töskur o. fl.
Bókband. — Nemendur bundu aðallega fyrir sjálfa sig, bæði i
shirting og skinn.
Erlend tungumál. — Numið var eftir sjálfsvali danska, enska og
þýzka. Sami nemandi gat verið þátttakandi í tveimur tungumálum,
væri hann aðeins byrjandi í öðru.
Danska. — I. flokkur (byrjendur): Lesin Kennslubók Jóns Ófeigs-
sonar og Jóh. Sigfússonar 1. hefti og nokkuð af 2. hefti. — II. flokk-
ur Ias síðara hluta 2. heftis og 3. heftið. — III. flokkur las um 200
bls. í Lestrarbók Jóns Öfeigssonar og Sig. Sigtryggssonar.
Enska. — I. flokkur (byrjendur). Kennslubók í ensku eftir Boga
Ólafsson út á bls. 175. — II. flokkur: Sama bók frá bls. 134 og út
bókina. K. Brekke: Ny Engelsk Læsebog for Mellemskolen, alls 80