Viðar - 01.01.1938, Page 141
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSL'UM M. M.
139
skemmtileg. Nokkur viðbúnaður var innan skólans vegna komu
þeirra. Voru fluttar ræður og kvæði í samsæti, sem þeim var haldið.
í leikfimishúsinu var endurtekin skrautsýning frá 6. s. m. Þá var og
söngur. Magnús Ágústsson, læknir, söng einsöng. Kórar frá Reykjum
og úr Reykholti sungu. M. a. söng Reykja-kórinn tvö kvæði, sem
nemendur þar höfðu ort til Reykholtsskóla.
Þá sendu nemendur og kennarar beggja skólanna Jónasi Jónssyni
alþingismanni, skeyti, þar sem þeir þökkuðu honum starf hans í
þágu héraðsskólanna.
14. nóv. komu tveir fulltrúar á vegum S. B. S og fluttu erindi um
bindindismál. Voru það þeir Páll S. Pálsson, kennari og Ölafur Ein-
arsson, stúdent.
Snemma í des. kom Pétur Sigurðsson, kennimaður, og flutti hann
tvö erindi.
Séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík kom í Reykholt og flutti
þrjá fyrirlestra. Var hann á vegum Hallgríms-deildar.
Jón Kaldal Ijósmyndari kom, eins og undanfarna vetur, að taka
myndir af skólafólkinu. Eitt kvöldið, sem hann dvaldi í Reykholti,
sýndi hann kvikmyndir. Var það skíðakennslumynd frá Alpafjöllum
og myndir frá Ólympíuleikjunum síðustu. Einnig mynd frá Skíðamóti
I. R. Þótti fólki mjög gaman að sjá þessar myndir.
Þorsteinn Jósepsson rithöfundur sýndi einu sinni skuggamyndir.
Voru þær mestmegnis af borgfirzku landslagi og þóttu ágætar.
Ýmisiegt. f vetur sem Ieið var I fyrsta sinn kenndur dans í Reyk-
holti. Var til þess fenginn kennari úr Rvik, Rigmor Hansen. Hafði
U. M. F. Reykdæla forgöngu í því máli. Stóð kennslan yfir frá 4. til
17. marz. Sótti námskeið þetta alls um 150 manns. Kennt var í tveim
flokkum og hafði hvor flokkur kennslu seni svaraði I kl.tíma á dag.
Líkaði fólki ágætlega að fá þarna ódýra tilsögn I dansi, sem er, eins
og menn vita, orðinn sjálfsagt skemmtiatriði á hverri samkomu. Þó
var námskeiðið of seint á vetrinum, til þess að af því yrðu fullkom-
in not.
Nokkru fyrir hátíðar var einum pilti vikið úr skóla um tima. Hafði
hann gerzt brotlegur við settar reglur skólans.
Seint í jan. var stofnuð deild úr Vökumannafélagi íslands. Þá var
einnig stofnað ungmennafélag í skólanum. Félög þessi störfuðu dá-
lítið, héldu nokkra umræðufundi o. þ. h.
Þá má minnast á það, að Málfundafélagið sendi tvo fulltrúa, þá
Rögnvald Ólafsson og Salómon Einarsson, á 6. þing S. B. S., sem
háð var í Rvík dagana 27. til 30. nóv. s. 1.