Viðar - 01.01.1938, Page 145
Viðar] ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. 143
Stuðzt við kennslubók Bj. Sæmundssonar. Komizt út að skordýrum.
Skrifleg verkefni eftir hverja kennslustund.
Reikningur. E. d. — Reikningsbók Úlafs Daníelssonar. Þeir, sem
lengst komust, fóru út að »Ýms dæmi«. Heimaverkefni.
Y. d. A-fl. — Sama bók. Lesin út að jöfnum, af þeim, sem lengst
komust. Einnig stuðzt við ýmsar aðrar reikningsbækur og verkefni til
úrlausnar vikulega.
B. fl. — Sama bók. Lengst komizt út að jöfnum. Reikningsbók
Steingr. Arasonar notuð fyrri part vetrar. Heimaverkefni vikulega.
Til reiknings var varið 4 st. vikulega í hverjum flokki.
Skrift var kennd þeim, sem lakast skrifuðu og teikning þeim, er
óskuðu.
íslendingasaga. Y. d.: — Lesin fslendingasaga Arnórs Sigurjóns-
sonar út að bls. 266.
E. d.: — Sama bók lesin út. Kennslan fór fram í samtölum og
fyrirlestrum. Mörgum köflum sleppt og annarstaðar bætt við. Skrif-
leg próf oftast einu sinni í mánuði. Til sögukennslunnar voru ætl-
aðar 4 st. vikulega, 3 í y. d. og 1 í e. d. Seinni part vetrar var ein
st. í y. d., sem ætluð var sögunni, tekin til lestraræfinga. Mannkyns-
saga var ekki kennd.
Félagsfræði var kennd báðum deildum sameiginlega. Stuðzt við
Kennslubók í þjóðfélagsfræði eftir Jónas Guðmundsson. 1 st. vikul.
I eldri deild var einni stund varið til hagfræðifyrirlestra. Stuðzt við
hagfræði eftir C. Gide og xLærebok i Sosialökonomi og Finanslære«
eftir Ludvig Fjærli, kennara í Þrándheimi.
Heilsufrxdi. Y. d. — Líkams- og heilsufræði Ásgeirs Blöndals, ölí
bókin. Miklu bætt við munnlega.
íþróttir. — Nemendum var skipt í 3 flokka í leikfimi og hafði
hver flokkur 5 klst. kennslu á viku til leikfimiiðkana; auk þessa voru
ávallt hafðar leikfimisýningar hálfsmánaðarlega. Sund var jafnan
kennt að leikfimi aflokinni og auk þess var mikið synt þar fyrir utan.
Gufuböð voru mikið notuð og sjóböð einnig. — Knattspyrna æfö
daglega, þegar veður og færi leyfðu. Skíðafæri með bezta móti í vet-
ur og mikið notað af þeim, sem ráð höfðu á skíðum.
Landafræði. Y. d. — Fyrri part vetrar var farið yfir »Lýsing Is-
lands« að mestu leyti. Seinni part vetrar farið vfir hin Norðurlöndin.
Þá stuðzt við Landafr. Bjarna Sæmundssonar.
E. d. — Landafræði.B. S. lesin að mestu leyti og margt tvílesið.
Skrifleg próf o. fl.
Handavinna. —• Stúlkur höfðu 7—8 st. vikulega í handavinnu. Þær
unnu mikið og margskonar hluti, prjónuðu peysur, trefla og húfur,
saumuðu kápur og »dragtir«, skíðajakka, kjóla, borðdúka, vegg-