Viðar - 01.01.1938, Page 148
146
ÚTDRÁTTUR ÚR SKÓLASKÝRSLUM M. M. [Viðar
Þátttakendur skiptust þannig eftir sýslum: V.-Hún. 25, Str. 21,
A.-Hún. 19, Mýr. 1.
Kennarar námskeiðsins voru þessir: Anna Stefánsdóttir, kenndi
handavinnu. Frú Hólmfríður Jónsdóttir, kenndi vélprjón. Ellert
Finnbogason, kenndi íþróttir. Matthías Jónsson, var aðstoðarkennari í
iþróttum. Sigurður Egilsson, kenndi smíðar.
Þátttakendur voru mjög áhugasamir, sérstaklega í samb. við
vinnubrögðin og sundið. Stúlkur unnu um 200 stykki, satimuð og
prjónuð. Piltar unnu að trésmíði í 3 flokkum. Var rnikill bagi að
því að hafa ekki stærra smíðahús.
Þetta var smíðað: 38 ferðatöskur, 3 heflar, 6 saumakassar, 5
bókahillur, 3 borð, 2 ferðakoffort, 1 eikarvegghilla.
Allir þátttakendur lærðu bringusund og flestir baksund. Sumir
náðu mikilli leikni í sundi á ekki lengri tíma.
Það er auðsætt, að námskeið sem þessi eru nijög heppileg og
þarfleg og bæta úr brýnni þörf. Þegar skólinn hefir fengið stærra
vinnuhús og sjósundlatigin er komin upp, eiga þessi námskeið fyrir
sér að verða fleiri og fjölbreyttari og ná lengra fram á vorið.
Stúlkur við sauma í Reykjaskóla.