Viðar - 01.01.1938, Side 156
FRÉTTIR AF NEMENDUM
154
[Viöar
Þórarinn Jónsson frá Suðureyri býr þar, kvæntur Pálínu Einars-
dóttur nem. skólans 1929—’31.
1929—’30.
Arnór Guðlaugsson, Tindum, býr þar. Ásgeir Kristjánsson, Flat-
eyri, átti við mjög langvarandi veikindi að stríða, komst þó á fætur,
en fórst í snjóflóði á Sauðanesi. Ásgrímur Albertsson frá Súðavík
er að ljúka gullsmíðanámi á Akureyri. Ingólfur Helgason, Gautsdal,
býr lieima. Guðmundur Bjarnason, Lambadal, hefir unnið fyrir for-
eldrum sínum, er nú mjög heilsutæpur. Guðmundur Friðfinnsson,
Kjarnarstöðum er pípulagningarm., bílstjóri og bíleigandi í
Rvík. Gunnar Össurarson frá Mýrum er búfræðingur frá Hvanneyri,
búsettur í Rvík. Halla Einarsdóttir frá ísafirði er húsfrú þar. Jó-
hanna Guðmundsdóttir, Neðri-Hjarðardal, er heima hjá fósturmóður
sinni og ömmu. Jóna Guðmundsdóttir frá Sveinseyri er heima lijá
foreldrum sir.um. Kjartan Arnfinnsson frá Brekku er á Siglufirði.
Kristján Albertsson frá Suðureyri er löngu dáinn. Magnús V. Magn-
ússon, Suöureyri. ólafur Friðbertsson, Suðureyri, er stýrimaður á
skipi föður síns. Pálína Einarsdóttir, Tálknafirði (sjá 1928—'29).
Ragnar Guðjónsson, Súðavík, hefir lokið kennaranámi, er skólastjóri
á Hellisandi. Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Næfranesi hóf lijúkr-
unarnám, en varð að hætta vegna heilsuleysis. Dvelur nú á Jótlandi.
Þorlákur Bernharðsson, Hrauni, hefir keypt Hraun og býr þar,
kvæntur.
1930—’ 31.
Ágúst Pétursson frá Isafirði er nú bakari I Rvík, er í stjórn Núp-
verjafélagsins þar. Arnfríður Guðjónsdóttir frá Arnarmýri er húsfrú
í Rvík. Daníela Jóhannesdóttir frá Hnífsdal er húsfrú þar. Guðjón
Jósefsson frá Flatnefsstöðum stundar búskap þar á Vatnsnesinu.
Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Hjarðardal er húsfrú í Rvík. Guðný
Kristinsdóttir, Núpi, er ráðskona hjá bróður sínum, Hauk. Halldór
Guðmundsson frá Gemlufalli hefir barizt við dauðann I heilt ár á
sjúkrahúsi ísafjarðar, var hann búinn að ljúka búfræðinámi og var
starfsmaður við Tungubúið. Hjörleifur Sófóníasson á Læk hefir lok-
ið kennaraprófi. Jónína Eggertsdóttir frá Sauðdalsá er gift í Rvík.
Jón O. Pálsson frá Berufirði er kvæntur og býr þar I sveit. Kristján
Kristjánsson frá Bolungavík stundar sjómennsku frá ísafirði, þegar
heilsan leyfir. Sigurður Svafar Steindórsson frá Sauðárkróki lærði
sjómannafræði, stundaði sjómennsku á róðrarbát, var hernuminn af
enskum togara en skilað í vélbát. Sæmundur Björnsson frá Hólum
er búfræðingur og vinnur að jarðabótum í sveit sinni, búsettur á
Hríshóli, er trúnaðarm. B.fél. Isl., leiðbeinir í færslu búreikninga.