Saga - 1954, Side 7

Saga - 1954, Side 7
SuðuB'gjöngur Islendinga í fornöld. I. Almennar athugasemdir.1) Ferðir manna til Suðurlanda standa í nánu sambandi við trúarlíf þeirra og við skipun róm- versk-katólsku kirkjunnar um kirkjuaga og refsingar, og er því ástæða til að víkja nokkuð að þessum atriðum. Kirkjan sú hafði vitanlega — og hefur enn — sín lög og sínar siðareglur, sem stjórnendur hennar og kennifeður hafa sett henni. Hver sá, sem braut þessar reglur viljandi eða af gáleysi eða vanþekkingu, hlaut að sæta viðurlögum þeim, sem kirkjan hafði ákveðið eða kennivald- ið setti inum brotlegu samkvæmt embættis- heimild sinni. Sum brotin voru opinber, á al- mennings vitorði, og lá þá opinber hegning við. önnur voru leynileg, sem brotamaður einn vissi eða mjög fáir aðrir vissu, þar á meðal hugrenn- ingasyndir, og voru viðurlög þá einnig leyni- leg. Skylt var mönnum að játa syndir sínar (skrifta) einu sinni á ári að minnsta kosti fyrir einhverjum þeim manni, sem embættisvald hafði þegið af fyrirsvarsmönnum kirkjunnar til viðtöku játningar brotlegra manna og til þess að setja þeim viðurlög fyrir syndir þeirra. 1) Þar sem hér á eftir er vísað til fslendingasagna, Biskupasagna og Sturlungu, er átt við íslendingasagna- útgáfuna, Reykjavík 1946—1949. Saga - 1

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.