Saga - 1954, Side 9

Saga - 1954, Side 9
3 væri gengið til hlýðni við kirkjuvaldið, og mátti þá lýsa aðilja í bann, ef hann skipaðist ekki við áminningarnar (excommunicatio ferendæ sen- tentiæ). Hafði biskup eða sá annar, sem þegið hafði sérstakt vald þar til, heimild til bannsetn- ingar. Loks var bann ið minna eða forboð svo- kallað (excommunicatio eða excommunicatio minor svonefnd). Gat aðili einnig fellt forboð á sig með sjálfu því verki, er hann vann, en annars skyldi þrjár áminningar hafa, og for- boði var lýst af biskupi á hendur aðilja, ef hann gekk ekki til hlýðni við kirkjuvaldið. Forboðuð- um manni var meinuð kirkjuleg þjónusta og líkama hans leg í vígðri mold, en samneyti við aðra menn var leyft. Því hefur almenningur trúað, að sá, sem andaðist í banni eða forboði, ætti almennt ekki sáluhjálpar von. Sá, sem fyrir einhverjum þessum viðurlögum varð, var skyldur að ganga til skrifta og taka aflausn af þar til hæfum valdsmanni kirkjunn- ar. Páfi einn, eða sá einn, sem hann veitti um- boð til þess, gat leyst menn fyrir sum brot, en ella biskup. Prestur gat þó veitt aflausn jafn- vel af inum mestu brotum, ef aðili lá fyrir dauð- anum og fullnægði þá annars skilyrðum til af- lausnar. Kirkjunni var skylt að skila börnum sínum þannig inn í eilífðina, að þau mættu að lokum sáluhólpin verða, og því mátti engum neita um aflausn, ef hann fullnægði skilyrðum til hennar og hætta var annars á því, að hann andaðist í ónáð kirkjunnar. Aflausn var þessum skilyrðum bundin: í fyrsta lagi átti aðili að játa afdráttarlaust brot sitt eða brot sín (confessio). f öðru lagi átti hann að sýna ótvíræð iðrunarmerki (contritio

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.