Saga - 1954, Side 10
4
cordis), og í þriðja lagi skyldi hann undirgang-
ast að inna af hendi þau yfirbótarverk, sem
skriftafaðir setti honum (poenitentia), og síð-
an átti aðili auðvitað að efna loforð sitt þar
um, nema ómöguleiki bannaði, sem honum yrði
ekki sök á gefin. Þegar brotamaður gekk til
skrifta, hvort sem um forboð eða bann var að
tefla eða ekki, þá setti skriftafaðir honum ýmis-
konar viðurlög eftir eðli brota og hæfi hans og
getu. Viðurlögin voru oft fólgin í fégjöldum til
biskups eða kirkju eða til guðsþakka annars
(fátækra o. s. frv.). Oft var aðilja gert að fasta
tiltekinn tíma tiltekna daga, lesa tilteknar bænir
tiltekna tíma, svo sem faðir vor (pater noster),
Maríuvers (ave Maria) o. s. frv. Stundum voru
yfirbætur fólgnar í sjálfspyndingum, svo sem
því að ganga berfættur tiltekna tíma á tiltekn-
um stöðum, bera tiltekin klæði, liggja í svo eða
svo hörðu rúmi o. s. frv. Sá, er fellt hafði á sig
páfabann, varð að fara á fund páfa eða þess,
sem umboð hafði til að afleysa hann. En auk
þess mátti vera, að skriftafaðir setti brotleg-
um manni þá skrift að ganga til einhvers staðar
innanlands eða utan, sem talinn var heilagur
eða annars þess verður. Allar miðuðu þessar
aðgerðir kirkjuvaldsins til afplánunar brotanna
og til að mýkja og bæta hug brotamanns, með
öðrum orðum: til undirbúnings undir annað líf.
Það var, svo sem sagt var, skylda kirkjuvalds-
ins að skila öllum, svo sem mögulegt var, sálu-
hólpnum inn í annað líf, eða öllu heldur svo, að
þeir þyrftu sem stytztan tíma að vera í hreins-
unarstaðnum (in purgatorio),1) áður en þeim
yrði sælustaðarins auðið.
1) Hreinsunareldur er rangnefni.