Saga - 1954, Side 15
9
sína suður á bóginn, eins og sagt er, að þeir
Brennu-Flosi og Kári Sölmundarson hafi gert
og Hrafn Sveinbjarnarson gerði. Þá hafa þeir
farið þaðan til meginlands álfunnar. Kári er
sagður hafa siglt til Normandí, en um Flosa
segir ekki, hvar hann tók land á meginlandinu.
(Njálssaga 158. og 159. kap.) Leið Hrafns er
ekki heldur lýst nákvæmlega. Hann er þó sagð-
ur hafa sótt heim inn heilaga Egidium í ílans-
borg. í Leiðarvísi þeim, sem eignaður er Niku-
lási ábóta á Þverá um 1150, en auðvitað er tek-
inn upp úr útlendum ferðaleiðarvísum, sem nóg
var til af, er á tveimur stöðum nefndur „Ilians-
vegur“ (Alfræði íslenzk I. 15, 23), og er sá veg-
ur sagður hafa verið pílagrímavegur um bæinn
St. Gilles, sem liggur skammt suður frá borg-
inni Nimes í Suðaustur-Frakklandi og í norð-
vestur frá Marseille, nokkru fyrir vestan Rhöne-
fljótið. Inn heilagi Egidius, sem hlotið hefur
franska nafnið St. Gilles, er sagður hafa stofn-
sett bæ þenna, en jarðneskar leifar þessa dýr-
lings eru þó sagðar vera í Toulouse, sem á
kirkjulatínu heitir Tolosanum. Dýrlingur er tal-
inn heimsóttur, þar sem jarðneskar leifar hans
eru sagðar vera. Og eftir því ætti Hrafn Svein-
bjarnarson að hafa komið við í Toulouse á leið
sinni suður Frakkland. Næst sýnist hafa legið,
þegar förinni var heitið til Rómaborgar frá
Bretlandseyjum, að lenda á norðvesturströnd
Frakklands við Ermarsund og halda þaðan suð-
austur landið yfir í Rhönedalinn og suður um
St. Gilles og þaðan til hafs og fara síðan Mið-
jarðarhafsströndina. f Piacenza, sunnan við Pó-
fljót, er sagt, að mætist vegir þeirra, sem að
norðan koma um St. Bernhardsskarð, og þeirra.