Saga - 1954, Qupperneq 21
15
tali Jóns skírara, sem ríkastur sé í heimi. Þar
er sýndur staðurinn, þar sem kross Krists stóð,
bergrifa sú, er myndaðist, er Kristur skaut af
sér krosstrénu, raufin í berginu, þar sem blóð
Krists rann, altari Símons, þar sem ið gullrit-
aða bréf guðs kom niður, sem geymt var í Mikla-
garði, járnviðjur þær, sem Kristur var bund-
inn með, kapella, þar sem kross Krists fannst,
staðurinn í musterinu, þar sem Kristur sat,
þegar þyrnikórónan var sett á höfuð honum,
stólpi sá, er Kristur var bundinn við og húð-
strýktur, auk annarra helgra minja (Alfr. ísl.
I. 27-30). Heimsókn þessa fræga og fjarlæga
staðar hlaut því að vera hjálparvænleg framar
heimsóknum allra annarra staða á jörðinni. Það
var nægilegt, að menn tryðu því, að minjar
þessar væru raunverulegar. Þær hafa skapað
lotningu og verkað til innilegrar tilbeiðslu guð-
dómsins hjá trúuðum mönnum, enda hafa allir
pílagrímar um þær mundir sjálfsagt verið inni-
lega trúaðir.
Annar heilagur staður í landinu helga, sem
pílagrímum var sjálfsagt að sækja til, var auð-
vitað áin Jordan. Þar segir, að Kristur hafi
farið af klæðum, þar sem lítil kapella standi á
árbakkanum, enda sé kapellan gerð til vitnis
þess staðar síðan. Þar lauguðu pílagrímar sig
í ánni, enda er vatn hennar að sjálfsögðu há-
heilagt (sbr. t. d. Sturl. II. 135-136, Bisk. III.
340).
Leiðarlengdin frá Jordan til Róm er svo rak-
in, að 5 dægra för mikil sé þaðan, frá Jordan,
til Akrsborgar (Akka, Acre) á Sýrlandi, en
þaðan sé 14 dægra haf (þ. e. sigling) til Apúlíu
(Púls eða Napoli) á Suður-Ítalíu, en þaðan sé