Saga - 1954, Page 25
19
menn og þeir, sem áður höfðu fengið nokkra
nasasjón af þeim fræðum, sem þátímamenn
ræktu, haft að þessu leyti meira gagn af ferð-
um sínum en almenningur. Skortur á málakunn-
áttu hefur verið ólærðum mönnum einkum til-
finnanlegur, en inir betri klerkar hafa sjálf-
sagt haft mikil not latínukunnáttu sinnar. Þeir
gátu bæði lesið rit á latínu og talað við aðra
latínulærða menn, og hafa sennilega haft nokk-
urt gagn af hvoru tveggja. Þegar heim kom,
hafa suðurfarar miðlað hérlandsmönnum þeirri
þekkingu, sem þeir höfðu aflað sér, eftir því
sem hver var lagaður til og eftir því sem þeir
máttu við henni taka, sem heima sátu. Má og
búast við því, að ýmiskonar hjátrú, sem vér nú
mundum kalla svo, og lygisögur hafi breiðzt út
frá suðurförum, því að sennilega hafa sumir
„krítað liðugt“, þegar þeir voru að segja ferða-
sögur sínar, enda hefur sjálfsagt kennt mis-
skilnings hjá hvorum tveggja um það, sem frá
var sagt. Áhrif suðurfaranna á trúarlíf og
kirkjuhætti hafa sennilega orðið talsverð og
lyft undir kröfur þær, sem síðar fer að bóla á
um aukin völd klerkdóms og kirkju, þó að lík-
lega verði ekki áþreifanlega bent á nokkur sér-
stök atriði í þá átt.
III. Einstakir suðurfarar.
Löngu fyrir upphaf Islandsbyggðar höfðu
kristnir menn sótt til heilagra staða. Fóru menn
ýmist sér eða í flokkum, enda hafði kirkjan séð
pílagrímum fyrir ýmiskonar fyrirgreiðslu á
ferðum þessum. Meðal annars voru ýmis klaust-
ur og gistihús (spítalar) gististaðir þeirra.