Saga - 1954, Síða 30
24
hafs um St. Gilles, sem var, eins og áður er vik-
ið að, í leið suðurgöngumanna. Þaðan hefur
hann svo farið venjulega suðurgönguleið með
strönd Miðjarðarhafs og til Piacenza og þaðan
suður Ítalíu allt til Rómaborgar. Segir sagan,
að hann hafi hlotið svo mikla sæmd, að hann
hafi þegið lausn af sjálfum páfanum. Ef Flosi
hefur á annað borð farið för þessa, þá hefur
hann eflaust gengið til skrifta í Rómaborg í
Péturskirkjunni þar, eins og pílagríma var hátt-
ur, og þegið lausn af stórvirkjum sínum, sem
auðvitað var fyllsta þörf á að lögum heilagrar
kirkju. En sjálfur páfinn hefur ekki skriftað
Flosa, heldur sá kennimaður, sem hefur annazt
skriftir fyrir hönd páfa. Skriftastólar hafa
margir verið í kirkjunni þá, eins og í Péturs-
kirkjunni í Rómaborg eru nú, þar sem hver
skriftafaðir (poenitentiarius) hefur sinn stól.
Skriftafaðir þurfti — og þarf — að skilja
tungu þeirra manna, sem skrifta fyrir honum,
og skriftafeður hafa því verið valdir með það
fyrir augum. Árni Ólafsson, síðar biskup í
Skálholti, var t. d. um eitt skeið skriftafaðir
norrænna manna í Rómi, með því að hann hef-
ur skilið tungu þeirra. Sögn Njálu um það, að
Flosi hafi þegið lausn af sjálfum páfanum er
því skrautsögn, sögð til þess að gera veg Flosa
sem mestan. Síðan segir frá heimför Flosa. Þá
er hann sagður hafa farið ina „eystri“ leið. Þá
hefur hann sjálfsagt farið venjulegu leiðina,
sem áður getur, yfir St. Bernhard, norður um
Svissland til Mainz, norður Þýzkaland til Dan-
merkur. Á þeirri leið er hann sagður hafa dval-
izt víða í borgum, gengið fyrir ríka menn og
þegið af þeim mikla sæmd. Getur sögn þessi um