Saga - 1954, Side 32

Saga - 1954, Side 32
26 semi. Annars kunna sagnir þessar um suður- göngur þeirra Auðar, Flosa og Kára að vera hugsmíð söguhöfunda eða annarra, mótuð af hugmyndum hans eða þeirra um pílagríms- ferðir suður til Rómaborgar. Höfundi Njáls- sögu eru líka sjáanlega nokkuð kunnar inar venjulegu leiðir suðurgöngumanna suður um Evrópu. Hann talar bæði um ina „eystri" og ina „vestri“ leið. í frásögn Njálssögu af Brjánsbardaga hefur komizt þjóðsaga ein um Hrafn nokkurn, sem kallaður er inn rauði (157. kap.). Sýnist hann hafa átt að vera orkneyskur höfðingi eða að minnsta kosti maður, sem mikils hafi verið verður. Það skal látið liggja milli hluta, hver maður Hrafn rauði hafi verið, eða hvort hann sé blátt áfram gervimaður höfundar. Höfundur Njálssögu segir þá sögu um Hrafn þenna, að hann hafi verið eltur út á á eina, þar sem hann þóttist sjá helvíti í niðri og honum þótti djöflar vilja draga hann til sín. Þá segir Hrafn: „Runn- it hefir hundr þinn, Pétr postuli, tvisvar til Róms ok myndi renna it þriðja sinn, ef þú leyfðir". Og þá létu djöflar hann lausan. Njálu- höfundur mun vilja láta skilja þetta svo, að Hrafn hafi með orðum sínum heitið þriðju Rómför sér til lausnar, og að það heit hafi hrif- ið, svo að hann leystist undan ásókn djöflanna. Jafnframt er sögn þessi vottur um það, hverja trú menn höfðu á dögum höfundar á heitum um suðurgöngur og krafti þeirra mönnum til sálubóta. Meðal inna fyrstu manna, sem héðan hafa farið beint af íslandi til Rómaborgar, hefur Bjarni Brodd-Helgason líklega verið, ef nokkuð

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.