Saga - 1954, Síða 39

Saga - 1954, Síða 39
33 borgar. Þessi hugsun kemur víða fram í verki. Eins og getið var, eru þeir Brennu-Flosi og Kári Sölmundarson báðir sagðir hafa gengið suður. Hvort sem svo hefur verið eða ekki, þá er hitt víst, að höfundur Njálssögu þekkir vel þessa hugsun og hefur trú samtímamanna sinna á verkunum suðurgöngunnar. Þess var og getið áður, að Bjarni Brodd-Helgason er sagður hafa gengið suður og andazt í þeirri ferð. Allir þessir menn höfðu vafið sig nokkurum vandræðum. Flosi hafði brennt saklausa menn inni, en hinir höfðu vegið allmarga menn. Skáld-Helgasaga 5. kap. lætur Helga ganga suður og taka lausn af sjálfum páfanum, en engar reiður má á þeirri sögn henda. Eftir bardagann við Kakalahól var Þorvarð- ur Höskuldsson og frændur hans nokkurir gerð- ir utan þrjá vetur. Fóru þeir fyrst til Noregs, en síðan til Danmerkur. Þaðan hófu þeir suður- göngu og komust til Rómaborgar. En á norður- leið andaðist Þorvarður (Ljósvetningasaga 21. og 22. kap.). Þetta hefur gerzt laust eftir 1050. Eftir víg Halls Kleppjárnssonar (1212) gekk Kálfur Guttormsson suður og tók lausn mála sinna (Sturl. II. 54). Fyrir víg Hrafns Sveinbjarnarsonar (1213) var Þorvaldur Snorrason gerður utan, og skyldi hann eiga útkvæmt eftir fimm vetur, „nema hann færi á fund páfa ok sættist við hann ok fengi þat af honum, at hann væri utan þrjá vetr“. Svo segir, að Þorvaldur hafi farið utan og gengið suður til Róms og verið utan þrjá vetur (Sturl. I. 441, 442). Hugsunin mun vera sú, að Þorvaldur skyldi taka lausn og skriftir Saga — 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.