Saga


Saga - 1954, Qupperneq 42

Saga - 1954, Qupperneq 42
36 hefur líka talið sér þarflegt til sálubóta að leggja á sig það erfiði og taka á sig þá áhættu, sem slíkri för var samfara. Ráða má það af nafnaskránni frá Reichenau, sem áður var get- ið, að nokkur strjálingur karla og kvenna hafi héðan gengið suður. Af þeim 39 nöfnum, ís- lenzkra manna, sem skráin geymir, sýnast 10, eða sem næst fjórði hluti, vera nöfn kvenna, og sýnist þar af mega ráða, að suðurgöngukonur hafi verið miklu færri en karlar, enda er við því að búast. Sagnir hafa auðvitað einungis geymzt af þeim suðurförum, sem, eins og fyrr segir, annars eru af einhverjum ástæðum kunn- ir menn eða af því að eitthvað sögulegt gerðist í sambandi við förina. Flestir hinna hafa gleymzt, hvort sem þeir komu aftur eða ekki. Áður er Auðar Vésteinsdóttur og kristniboð- anna Stefnis Þorgilssonar og Þorvalds Koð- ranssonar getið, svo og Sighvats skálds Þórðar- sonar og Bersa skálds Skáld-Torfusonar, sem sagður er hafa farið með Sighvati (Flateyjar- bók, Rvík 1945, II. 486). Auk þessara manna er nokkurra suðurgöngumanna getið frá 11. öld, sem skipa má í þenna flokk. Þar til má fyrst nefna Guðríði Þorbjarnardóttur, konu Þorfinns karlsefnis. I Grænlendingasögu (íslendingasög- ur I. 390) er hún sögð hafa farið utan og geng- ið suður. Ætti þetta að hafa gerzt 1020—1030. Sögð er hún hafa aftur komið heim til bús Snorra sonar síns og gerzt síðan nunna og ein- setukona, meðan hún lifði. Sögn um suðurgöngu Guðríðar mátti vel hafa geymzt meðal niðja hennar, og mun því naumast vera ástæða til þess að rengja frásögn þessa. Um 1045 er Þorsteinn Síðu-Hallsson sagður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.