Saga - 1954, Page 43
37
koma til Noregs úr Rómför (Flateyjarbók IV.
105).
Merkileg er í þessu efni sögnin af Auðuni.
inum vestfirzka (íslendingasögur V. 392—394).
Hann kemur til Noregs á dögum Haralds harð-
ráða (d. 1066), fer þaðan til Danmerkur og gef-
ur Sveini konungi Úlfssyni bjarndýr, sem hann
hefur haft með sér af Grænlandi. Tjáir hann
Sveini konungi, að hann hyggi á suðurgöngu,
og kallar konungur það „gott ráð“. Lætur sag-
an konung fá Auðuni „silfr mjök mikit“ til
ferðarinnar. Bjarndýrið, sem þó hefur senni-
lega verið húnn, var sjálfsagt eigi lítilla launa
vert, því að það hefur víst verið talin gersemi
eigi lítil. Auðun fer síðan suður „með Rúmferl-
um“ og kemst til Rómaborgar, enda segir ekki
af dvöl hans þar. En á heimleið tók hann sótt
mikla og gerðist févana, svo að hann verður að
troða stafkarls stíg og biðja sér matar. Kemst
hann þó norður til Danmerkur og er þá „kollótr
ok heldr ósællegr". Þorir hann eigi að ganga
fyrir konung í fyrstu, er hann sér glæsibrag-
inn á konungi og hirð hans, og matast úti, „sem
siðr er til Rómferla, meðan þeir hafa eigi kastat
staf ok skreppu“. Sögn þessi sýnir, þótt hún
kunni að vera æfintýr eitt, háttu almennra píla-
gríma um þær mundir, sem hún er skráð. Þeir
fara gangandi og oft eða oftast í hópum með
staf í hendi og poka á baki og biðja sér matar.
Þeir taka oft sóttir á ferðinni, megrast og verða
einatt illa haldnir, „kollóttir ok ósællegir", eins
og það er orðað í sögninni.
í Laxdælasögu 78. kap. segir, að Gellir Þor-
kelsson og Guðrúnar Ósvífursdóttur að Helga-