Saga - 1954, Qupperneq 52
Galdra-Imba,
Á áratugnum 1630—40 fæddist þeim hjón-
unum séra Jóni Gunnarssyni og Helgu Erlends-
dóttur prests að Felli í Sléttuhlíð Guðmunds-
sonar dóttir, sem hlaut skírnarnafnið Ingi-
björg og þekktust hefur orðið undir nafninu
Galdra-Imba. Var séra Jón prestur í Hofstaða-
þingum í Skagafirði (Flugumýrar- og Hofstaða-
sóknum) frá því um 1620 þangað til 1636 eða
lengur og bjó þá á Þverá, en síðan var hann
prestur að Tjörn í Svarfaðardal, unz hann lét
af prestskap 1664. Hlýtur Ingibjörg því að vera
fædd á öðrum hvorum þessum stað. Varla hefur
nokkur kona á seytjándu öld orðið að þola,
sennilega alsaklaus, jafnsmánarlega meðferð á
nafni sínu og minningu og þessi prestsdóttir úr
Svarfaðardal.
Mun hér á eftir verða leitazt við í stuttu máli
að rétta hlut hennar eftir þeim litlu gögnum,
sem fyrir liggja, og reynt að bregða örlítilli
birtu yfir það myrkur rógs og vansæmdar, sem
umvafið hefur nafn hennar.
Ingibjörg hefur efalaust alizt upp hjá for-
eldrum sínum, þó að þeir, sem gáfu henni galdra-
nafnið, hafi um það aðra sögu að segja, nefni-
lega þá, að faðir hennar, séra Jón, hafi komið
henni fyrir hjá galdramanni, sem kallaður var
Léki (S. S.) eða Seki (Ól. Dav.), til þess að hún
mætti nema af honum fjölkynngi. Þessu til