Saga - 1954, Síða 55

Saga - 1954, Síða 55
49 um, og hafa hinir ókunnu menn ekki viljað blanda sér í þessi galdramál. Óvíst er jafnvel, að hann hafi nokkru sinni leitað lengra en til þeirra fimm presta, er sverja máttu með hon- um í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Þeg- ar aðeins einn þeirra fæst til að sverja, missir hann alveg kjarkinn og tekur þann kost að flýja austur á land og þaðan til Englands 1680. Þar andaðist hann ári síðar úr volæði. Segir Mæli- fellsannáll, að hann hafi skrifað til íslands, að hann eigi þar örðugt að fá kost og klæði, því að sér sé þar tíðkað erfiði ótamt. Galdratrúin var enn í algleymingi, þegar séra Árni var kærður, og var hver maður kominn í hina háskalegustu aðstöðu, sem borinn var galdri á þessari hjátrúaröld. Var galdraáburð- urinn því jafnframt hið ægilegasta og hand- hægasta vopn í höndum sterkra og ósvífinna mótstöðumanna, sem einskis létu ófreistað til að koma þeim manni á kné, sem þeim var illa við eða þóttust á einhvern hátt þurfa að hefna sín á. Nokkur rök virðast liggja að því, að ógæfa séra Árna kunni að hafa stafað af skapsmunum hans óþjálum, og að hann hafi ef til vill naumast verið heill á geði. Bróður átti hann geðbilaðan (Æra-Egil), og er alkunnugt, að geðveila ligg- ur mjög í ættum. Það vekur athygli, að hann er ekki í brúðkaupi Gísla biskups sumarið 1658, þar sem þó voru saman komnir 17 prestar úr nágrenni og lengra að, en vera má, að hann hafi verið forfallaður. Árið 1669 fær Gísli bisk- up honum aukaþjónustu að Reynistaðaklaustri eftir andlát séra Jóns Einarssonar, en finnur skömmu seinna ástæðu til að áminna hann um Saga - 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.