Saga - 1954, Qupperneq 57
51
tveir af ákærendunum tala um óvináttu milli
sín og séra Árna og hefur sennilegast verið svo
um þá alla, og er þá augljós ástæðan til ofsókn-
arinnar, þó að vel megi það vera, að hjátrú hafi
einnig blandazt inn í málatilbúnað þennan.
Flótta séra Árna austur á land og síðan til
Englands hefur almenningur skoðað sem nokk-
urs konar sektarjátningu af hans hálfu. Hitt
hefur mönnum ekki dottið í hug, að kjarkleysi
eða óvilji til langra og illvígra málaferla hafi
verið aðalorsökin, enda horfði mál hans ekki
vel eftir að honum féllust eiðvættin. Svo
undarlega roluleg og ráðaleysisleg er vörn séra
Árna á prestastefnunni að Spákonufelli, að
naumast er sýnilegt, að hann hafi verið með
réttu ráði. Meðal annars bar hann þar fram
vitnisburð Benedikts sýslumanns Halldórssonar
um frómt og guðrækilegt hugarfar Sigurðar
lögréttumanns Jónssonar, sem var einn af
ákærendum hans, og verður ekki séð, hvernig
hann hefur haldið, að það plagg gæti gagnað
sér. Langlíklegast er, að séra Árni hafi verið
talsvert ruglaður á geðsmunum, þó að menn
hafi ekki haft á því fullan skilning, og hafi
hann þess vegna stöðugt lent í illindum við
sóknarfólk sitt, en undir niðri hafi hann verið
kjarklítill og úrræðalaus. Bendir lýsing sú, sem
til er af honum, nokkuð í þessa átt: „brúnsíður,
dapureygur, svo sem teprandi augun með ódjarf-
legt yfirbragð". Undarlegt er það að minnsta
kosti og sýnir, að lítt hefur hann geðjazt emb-
ættisbræðrum sínum, að ekki skyldi hann geta
fengið nema einn af nágrannaprestum sínum
til að sverja með sér, þó að gera mætti ráð fyrir,