Saga - 1954, Page 63

Saga - 1954, Page 63
57 notað kunnáttu sína öðrum til meins. Af- komendur hennar eru víða á Austfjörðum og er hið mesta myndar- og gerðarfólk. Má meðal annarra nefna: Svein Ólafsson al- þingismann í Firði, Mjóafirði; Sigurð Jónsson hreppstjóra í Firði, Seyðisfirði; Sigurð Jónsson hreppstjóra á Þórarins- stöðum, Seyðisfirði; Þorstein Jónsson kaupmann í Borgarfirði; Þorstein Jóns- son á Úlfsstöðum, Loðmundarfirði. 2. Gísli Árnason, býr 1703 í Geitavíkurhjá- leigu 1 Borgarfirði eystra, 42 ára að aldri. Kona hans er Guðrún Pétursdóttir, 43 ára. Þau virðast vera barnlaus og ekki er fleira fólk á heimilinu. Gísli var sagður mjög undarlegur í háttum, fáskiptinn og hald- inn dulfróður. Hann andaðist að Skriðu- klaustri í tíð Jens Víums sýslumanns. 3. Séra Gunnar Árnason, býr að Austari Lyngum í Leiðvallahreppi í Vestur-Skafta- fellssýslu 1703, 39 ára gamall. Kona hans er Þórunn Guðmundsdóttir prests að Hofi í Álftafirði Guðmundssonar. Gunnar lærði í Hólaskóla og er vígður 1696 aðstoðar- prestur séra Egils Guðmundssonar að Stafafelli og tók við embættinu að fullu 1698. Séra Gunnar var borinn galdri sem faðir hans, en bar það af sér með eiði 3. júní árið 1700. Hafði hann þá misst prestskap um tíma bæði vegna þess og barneignar. Þegar hann hafði hreinsað sig af galdraáburðinum, var honum veitt upp- reisn og voru honum veitt Meðallandsþing árið 1700. Hann andaðist í Austur Lyng- um 1704. Með konu sinni átti hann ekki

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.