Saga - 1954, Page 65

Saga - 1954, Page 65
Barnsfeðrunarmál Guðrúnar Halldórsdóttur. I. 1 katólskum sið voru mál um faðerni barna ein þeirra mála, sem kirkjuvaldið fór með, enda átti kirkjuvaldið dóm um skilgetning manna og því einnig arfgengi, að því leyti sem það valt á skilgetningu þess, sem til arfs kallaði, sbr. Kristinrétt Árna biskups 41. kap. Til siðaskipta fóru því biskupar eða umboðsmenn þeirra með mál þessi. Eftir siðaskipti hverfa þau til ver- aldarvaldsins, þó að nokkur samvinna hafi all- lengi verið milli kennivaldsins og veraldlegra dómstóla um mál þessi. Ef gift kona ól barn, þá gilti jafnan in gamla regla, að eiginmaður skyldi talinn faðir þess, nema annað sannaðist (pater est, quem nuptiæ demonstrant). En er barn fæddist, sem ekki var getið í hjónabandi, þá varð jafnan að grennsl- ast eftir faðerni þess. Til þess lágu margar or- sakir. Á faðerni barns valt framfærsluskylda þess, því að þeim, sem reyndist faðir að óskil- getnu barni eða ekki gat færzt löglega undan faðernislýsingu barnsmóður, var skylt að fram- færa barnið. Svo mátti vera, að barn væri getið í meinum (í hórdómi, frændsemi eða sif jaspell- um) og loks lágu refsingar við bameign í lausa- leik, þó að foreldri væru hvorki bundin við hjú- skap né of skyld eða of náin að mægðum. Bæði

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.