Saga - 1954, Page 72

Saga - 1954, Page 72
66 refsing var dæmd vegna þess, að lýstur barns- faðir hafði svarið fyrir áburð hennar, var gert heimilt að leysa sig undan húðlátsrefsingu með 3 marka fégjaldi.1) Stundum er ekkert um slíka lausn sagt.2) Árið 1645 er konu, er maður hef- ur svarið fyrir barnsfaðernislýsingu hennar, dæmd húðlátsrefsing „á tólf mánuðum, meðan föðurinn ekki lýsir“. Ef barnið dæi eða fengi löglegt framfæri, þá skyldi konan vera útlæg af fjórðunginum eða hegnast, svo sem lög og rétt- ur stendur til. Lögmenn og lögrétta lögðu það til, að rannsakað verði, áður en refsing sé á lögð, hvort nokkuð það kunni að koma fram, sem kunni að hrinda synjunareiði mannsins, en að konan skuli hljóta refsingu, ef svo reynist ekki.3) I dómi þessum sýnist vera gert ráð fyrir því, að konan kunni að leysa sig undan refs- ingu, ef hún lýsi föður á ný, áður en til refsing- ar kemur. En svo bar það við, að kona lýsti faðerni svo óglöggt, að ekki mátti reiður á henda. Árið 1651 segir, að kona nokkur hafi lýst barnsföður Jón nokkurn, sem kenndur hafi verið við móður sína, og hefði hann hvorki nefnt föður sinn né móður sína né sveit þá, sem hann væri úr, og eigi hafi hún þekkt hann.4) Árið 1685 koma tvö mál til alþingis, þar sem konurnar höfðu tilnefnt mann (Jón Tómasson, Jón Snorrason) og héraðið, sem þeir kváðust vera úr, en tjáist ekki önnur deili vita á þeim.5) Ekki var kon- 1) Alþb. VI. 399 (1657). 2) Alþb. VI. 234-235 (1648). 3) Alþb. VI. 147. 4) Alþb. VI. 287-288. 5) Alþb. VII. 74.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.