Saga - 1954, Qupperneq 74
68
hendi yfir þeim. Um höfuðaðilja þess máls, sem
hér verður reynt að rekja, Guðrúnu Halldórs-
dóttur, var þó öðruvísi farið. Hana hefur mátt
telja í heldri kvenna röð. Hún var kona mjög
stórættuð og auðugra manna í ætt fram. Faðir
hennar var Halldór Helgason í Arnarholti í
Stafholtstungum, lögréttumanns Vigfússonar
Jónssonar Grímssonar, sem Eggert lögmaður
Hannesson lét vega í Síðumúla 1570, og Kristín-
ar Vigfúsdóttur hirðstjóra Erlendssonar. Guð-
rún var því fimmti maður frá Vigfúsi hirð-
stjóra Erlendssyni, en fjórði maður frá Jóni
Grímssyni. Voru ættir þessar stórauðugar og
ýmsir í þeim voru nokkuð miklir ofríkismenn.
Móðir Guðrúnar og kona Halldórs í Arnarholti
var Elízabet fsleifsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi
Eyjólfssonar Halldórssonar Ormssonar, sem Er-
lendur lögmaður Þorvarðsson vó í Viðey á
hvítasunnumorgun 1527, að því er virðist, Ein-
arssonar Þórólfssonar hirðstjóraumboðsmanns
á Hofstöðum í Miklaholtshreppi. En móðir
Elízabetar, kona ísleifs og amma Guðrúnar
Halldórsdóttur, var Sezelja Magnúsdóttir prúða
og Ragnheiðar Eggertsdóttur lögmanns Hann-
essonar. Guðrún var því þriðji maður frá Magn-
úsi prúða og fjórði maður frá Eggert lögmanni
Hannessyni. Sakir frændsemi sinnar við Magn-
ús prúða hefur hún verið þrímenningur við
mjög marga valda- og höfðingsmenn á landinu
um og eftir miðja 17. öld. Hún og öll barna-
barnabörn Magnúsar prúða — og er það afar-
mikill ættbálkur — voru þrímenningar, og svo
mætti lengi rekja.
Guðrún Halldórsdóttir er varla síðar fædd
en um 1640, líklega heldur fyrir það ár. ísleifur